Andvari - 01.01.1911, Page 45
til fulltrúa F’jóðvinafélagsins.
39
Þér sjáið af þessari tölu, að ielagið hefir tölu-
vert eptir óselt af ritum þessum, og gæti þessvegna
látið nokkuð af hendi, ef það fengi vitneskju frá
fulltrúum félagsins að lleira mundi ganga út ef það
væri sent á tiltekna staði, eða til tiltekinna manna.
En að öðru leyti skal eg leyfa mér, viðvíkjandi bóka-
sendingum félagsins, að skýrskota lil bréfs míns til
allra fulllrúanna 28. August 1874, eg gjöri nefnilega
ráð fyrir, að þér hafið við hendina og geymið þetta
bréf mitt, og hin önnur bréf, sem eg hefi skrifað yð-
ur bæði í fyrra og i ár um málefni Þjóðvinafélags-
ins, þvi svo er til ætlað, að þau séu í sambandi hvert
við annað.
Kaupmannaliöfn 12. Mai 1875.
Jón Sigurðsson
p. t. forseti Þjóövinafélagsins.
VI.
S. T. Herra..................................
fulltrúi hins íslenzka Þjóðvinafélags.
Samkvæmt þvi, sem fyrir er skipað í lögum
Þjóðvinafélagsins, höfðu félagsmenn fundi með sér á
alþíngi í sumar; voru þar saman komnir fieslallir
alþíngismenn og fulltrúar félagsins. Þjóðkjörnir al-
þíngismenn, þeir sem voru nýir og ekki voru áður i
félaginu, gengu í það allílestir. Á fundum þessum
skýrði forseti frá störfum félagsins og högum þess,
líkt og eg hefi áður ritað yður í bréfum mínum.
Nefnd fimm manna var kosin til að taka á móti af
forstöðumönnum félagsins skýrslum um reiknínga