Andvari - 01.01.1911, Page 46
40
Brcf Jóns Sigurðssonar
þess, tillög, bóksölu og íleira, og semja yfirlit yfir
fjárhaginn, sömuleiðis til að semja áætlun um tekjur
og útgjöld félagsins á tveim hinum komandi árum,
til 1877, og uppástungur um annað, sem nauðsyn
kynni að þykja eða til bóta horfa í fyrirlcomulagi
félagsins, eða lögum þess.
Á fundi 22. August var skýrsla nefndarinnar borin
upp, eptir að reikníngar og fylgiskjöl höfðu legið
nokkra daga til eptirsjónar; sömuleiðis var lesinn
upp yfirlitsreikníngur yfir Ijárhag félagsins, og var
ákveðið, að prenta skyldi skýi'slu, viðlíka og í hitt
eð fyrra, um tekjur og gjöld félagsins, og senda út um
land sem fyrst því yrði við komið, að vori komanda
ef ekki fyrri, því í Reykjavík gat skýrsla þessi ekki
orðið prentuð, sökum naumleika tímans. Reikníng-
arnir sýndu, að félagið hafði fengið í tillögum síðan
í Iiitt eð fyrra hérumbil 2900 rd. og fyrir seldar
bækur rúma 500 rd., var það einkum almánalcið sem
hal'ði gengið vel út, en af hinum bókunum var salan
ekki fullséð, og átti félagið óselt hartnær fyrir 1600
rd. — Ný Félagsrit voru ekki tekin í reiknínginn
að þessu sinni, en það sem eptir er af þeim óselt
má teljast félagsins eign. Ivostnaður til bóka félags-
ins liafði verið hérumbil 1450 rd., og ýmisleg útgjöld
rúmir 430 rd. — Hin mesta gjaldagrein var þó sú
greiðsla til forseta félagsins, sem ákveðin var á Þíng-
vallafundum 1873 og 1875, og hefirverið alls 3400 rd.
En til kostnaðar við Þíngvallal'undi bæði árin hefir
félagið borgað hérumbil 740 rd.
Um breytíng á lögum félagsins komu íram uppá-
túngur, en það var ályktað, að gjöra enga breytí ngu
á lögunum að þessu sinni, heldur að kjósa forstöðu-
menn á saina hátl og fyr og fjölga fulltrúum; treyslu