Andvari - 01.01.1911, Qupperneq 47
til fulltrúa Pjóðvinafélagsins.
41
inenn því, að það inundi þá sj'na sig eins og híng-
að til, eða betur, að þjóðvinafélagið á margan að,
sem tuslega leggur fram sinn skerf, þar sem vænta
má gagns og sóma fyrir land og lýð. Þessir voru
kosnir til forstöðumanna í félaginu: forseti Jón Sig-
urðsson, alþíngismaður Ísíirðínga, varaforseti yfir-
kennari Halldór Kr. Friðriksson, alþíngismaður Reyk-
víkínga, og í forstöðunefnd þessir: Björn Jónsson,
ritstjóri ísafoldar, Egill Sveinb. Egilsson kaupmaður
í Reykjavik og Jón Jónsson landshöfðingja-ritari. 1
trausti þess, að félaginu brygðist ekki styrkur þjóð-
arinnar, var það ásett, að gefa út ahnanak við-
líkt og tvö hin næstu á undan, og þriðja ár aftíma-
ritinu Andvara. Meira er ekki upplagt að svo komnu
fyr en það verður sj'nilegt að efni ielagsins verði
meiri, fyrir rífari og fjölmennari tillög, gjaíir og
bókasölu.
Þjóðvinafélagið hefir frá upphaíi hvatt til alls-
herjarfunda, bæði í héruðum sérslaklega, og einkan-
lega á hinum forna alþíngisstað á Þíngvöllum við
Öxará; og eigi aðeins vill félagið stuðla til, að þessir
allsherjarfundir verði tíðkaðir og sóktir sem bezt,
lieldur og einnig, að þessum helgistað þjóðar vorrar
mætti verða sá sómi sýndur, að þar yrði hreinsað
til, þrifið og fágað, undir tilsjón aðgætinna, helzt forn-
fróðra manna, og gjört svo við, að verðugt væri
minníngu staðarins og forfeðra vorra. Það væri
sómi fyrir Þjóðvinafélagið, að styðja að því, að þetta
kæmist í verk svo snoturlega sem koslur er á.
Þjóðvinafélagið hefir, eins og þér vitið, gengizt
fyrir Þíngvallafundum, einkanlega 1873 og 1874. Til
kostnaðarins við þessa fundi hefir félagið borgað hér-
umbil 740 dali (1480 krónur) bæði árin, svo sem