Andvari - 01.01.1911, Side 48
42
Bréf Jóns Sigurðssonar
fyr var sagt. Fundir þessir hafa gert óneitanlega
mikið gagn. Fundurinn 1873 sýndi augljóslega, að
öll þjóð vor var komin á eitt mál um það, að vér
vildum ekki iengur una við annað, en að fá löggjafar-
vald og sjálfsforræði i vorum málum, og stjórn með
lögbundinni ábyrgð. Það þykir mér enginn efi, að
þetta framtak, þessi eindregni og skorinort auglj'sli
þjóðarvilji ýtti hvað mest undir, að stjórnarmálið
fékk þau úrslit, sem það þó náði að fá. — Fundurinn
1874 var í tvennum tilgángi stofnaður, fyrst til að
sæta færi til að taka móti konúngi vorum eptir beztu
faungum á hinum bezta stað, og þarnæst til að ræða
þjóðmál vor. Ölluin befir komið saman um það, að
fundur þessi haíi tekizt hið bezta, og verið öllum
hlutaðeigendum til sóma og ánægju, en það er eðli-
legt, að af fundi þessum og öllum umbúnaði á Þíng-
völlum, sem þar til þurfti, leiddi töluverðan kostnað,
sem varð meiri en félagið fengi staðizt með þeim
efnum, sem fyrir liendi voru. Nokkuð varð þó greitt
af félagsins sjóði, nokkuð fékkst fyrir lánsstyrk ein-
stakra fundarmanna, sem þó þarf að borga aptur,
en nokkuð er eptir óborgað, og getur ekki lent á
öðrum en þjóðinni sjálfri, eða frjálsum samskotum
til Þjóðvinafélagsins, og hið sama er að segja um
kostnað þann, sem þarf til viðgjörðar á Þíngvöllum
og viðurbúnað[ar] lil fundahalds þar á staðnum eptir-
leiðis. Á fundi félagsins, þeim er áður er nefndur,
var kosin nefnd til að skoða þá reikninga, er snertu
Þíngvallafundinn í fyrra sumar, og var ályktað, að
Þjóðvinafélagið skyldi taka að sér að greiða þann
kostnað, sem eptir stæði, og leita þar til samskota um
allt land, þannig, að jafnað væri niður á sýslurnar
því sem þyrfti til lúkníngar, ásamt því, sem eptir