Andvari - 01.01.1911, Side 49
lil fulltrúa Þjóövinafélagsins.
43
stóð ógoldið af því gjaldi, sem jafnað var niður eptir
ályktun Þíngvallafundar í fyrra, og var hérumbil 900
krónur, eða 450 rd„ en aplur á móti skyldi félagið
eignast alll það, sem þegar er safnað af áhöldum
allskonar og tjöldum, sömuleiðis geymsluhús og ým-
islegt annað, sem liafa má til afnota við Þíngvalla-
fundi. Eg trej'sti því, að allir fulltrúar félags-
ins bregðist vel undir að styrkja jtetta mál, sam-
kvæmt áskorun og niðurjöfnun, er eg vona yður verði
send frá varaforseta og forstöðunefnd Þjóðvinafélags-
ins í Reykjavik, og í því trausti fel eg það yðar góðu
forsjá og fylgi, eins og allt það, sem hætt getur hag
félagsins og eflt þess viðgáng og þokkasæld.
Kaupmannahöfn 21. September 1875.
Jón Sigurðsson
p. t. forseti Pjóövinafélagsins.
VII.
S. T. Herra.........................................
fulltrúi liins íslenzka Þjóðvinafélags.
í seinasta bréfi mínu til íulltrúa Þjóðvinafélags-
ins 21. September í haust er var, sendi eg yðurstutla
skýrslu um fundi félagsmanna á alþíngi í sumar, og
um fjárhag félagsins og fyrirætlanir. Það var sam-
eiginlegt álit félagsmanna, að félagið ætti að halda
fram störfum sinum eptir megni og þeir lofuðu allir
að styrkja það til þess; j)að skyldi kappkosta, að
koma fram ætlunarverki því, sem j>að hefir fyrir sett
sér, sem er það, að reyna með saineiginlegum kröpt-
um að halda uppi réttindum lands vors og jijóðar,
og stuðla til framfara hvorutveggju í öllum greinum.