Andvari - 01.01.1911, Side 50
44
Bréf Jóns Sigurðssonar
Þeim efnum sem fyrir hendi voru, og landsmenn
hafa fengið félaginu í hendur, hefir verið varið til
framkvæmdar þessum tilgangi. í tímariti félagsins,
Andvara 1874 og 1875, hafa verið prentaðar ritgjörðir
um stjórnarskrána og um fjárhag landsins, sem er
hvort um sig eitt hið hefzta aðalmál hvernig sem á
stæði, en þó einkum nú meðan svo má lieita, sem
stjórnfrelsi vort og sjálfsforræði sé að myndast, fjár-
forræðið af skornum skammti, útlend stjórn fremur en
innlend, líkt og fyr hefir verið, og ábyrgð stjórnar-
innar að eins komin á pappírinn. — Auk þessa hefir
félagið eignazt það, sem ósell var af Nýjum Félags-
ritum, en þessi rit innihalda, sem kunnugt er, þær
hinar merkuslu og fjölfróðlegustu ritgjörðir um al-
menn landsmál íslands, stjórnmál, fjármál, atvinnu-
vegu og framfarir, um hið umliðna þrjátíu ára bil.
Það eru ritgjörðir, sem hver sá vei’ður að þekkja,
sem með greind og kunnáttu vill tala um 'almenn
málefni Islands nú sem stendur. — Félagið iiefir einnig
sýnt, að því er umhugað um sérhvað það, sem horfir
til framfara atvinnuvegum landsins séidlagi, bæði til
lands og sjávar. í þessum tilgangi hefir það gefið
út ritgjöi’ð »Um bi’áðasóltina á íslandi« (1873), sem
gefur bæði skýrslu um sjúkdóminn og óbrigðul ráð
við honum, ef því er gaumgæfilega fylgt, sem þar
er sagt. — Til leiðbeiníngar fyrir jarðræktina hefir
félagið látið prenta rit Sveins Sveinssonar (1875)
Leiðarvísi til að þekkja og búa til hin almennustu
landbúnaðar-verkfæri, þvi það er hverjum skynsöm-
um manni i augum uppi, að á meðan við höfum
ekki beti’i verkfæri en þau, er vér nú höfum, getur
jarðrækt vorri aldiei farið fram að neinum mun, og
þó er framför jarðræklarinnar fóturinn og grundvöll-