Andvari - 01.01.1911, Page 51
til fulltrúa Þjóðvinafélágsins.
45
urinn undir allri framför landsins, og á að teljast í
fremstu röð. Bæklíng þessum fylgja 58 uppdrættir,
af hinum einföldustu verkíærum og nauðsynlegustu,
sem þó fæst eru tíðkuð enn á voru landi. — Félagið
hefir ekki verið þess megnugt, að sýna sjávaratvinnu
og sjóferðum eða sjómennsku það athygli, sem það á
skilið, nema lítið eitt fiskverkuninni, en væri efni
fyrir höndum í þá stefnu, mundi félagið sjálfsagt
leggja þar allt sitt fram, sem það gæti. — í almanak
félagsins fyrir 1875 og 1876 (1874 og 1875) hefir
verið valið þesskonar efni, sem fræðir menn um ým-
islegt það, sem lielzt kemur fyrir í daglegu lífi og er
öllum aðgengilegt, svo sem um vog og mæli, pen-
íngaverð og gildi, vöruverð og íleira þess háttar, einnig
um yms atriði, sem snerta landshagi vora og fjárhag
landsins, og enn ráð og forsagnir um ýmislegt, sem
miklu varðar bæði í atvinnuvegum og öðru, sem opt
má að notum koma, ef því er réttilega gaumur gefinn.
Yms alþýðleg fræði, gátur og stökur og fleira þcss-
konar, eru valin þeim til fróðleiks, sem hafa skemmtun
af slíku, svo sem margur er ef heppilega tekst að velja.
Eg er svo djarfur að imynda mér, að þér getið
með fullri sannfæríngu leitt mönnum fyrir sjónir, að
Þjóðvinafélagið hafi með miklum áhuga varið krópt-
um sínum í þá stefnu, sem er samkvæm tilgángi
þess, og svo, að störf þess hafi lieppnazt eptir öllum
vonum; og ef þér gelið það, þá getið þér af alhuga hvatt
menn til, einn með öðrurn, að láta félaginu allan
þann styrk í té, sem þeir eru færir um, hvort heldur
er i fjárframlögum eða í ritgjörðum, eða í hverju
sem vera kann og til nola má koma. Oss ríður á
að halda saman vorurn lillu kröptum, og beita þeinr