Andvari - 01.01.1911, Síða 52
46
Bréf Jóns Sigurðssonar
svo ráðvíslega sem vér getum, en ekki láta þá sundr-
ast eða dreifast.
í bréíi mínu í haust er var skrifaði eg yður um
skuld þá, sem stendur uppá félagið og stafar einkum
frá kostnaðinum til Þíngvallafundar 1874, sem félagið
hefir bundizt í, eptir áskorun frá ymsurn hliðum,
eða sem vér getum kallað frá þjóðinni sjálfri. Þessi
kostnaður má því ekki, fyrir sóma vors sakir, vera
ógoldinn, eða falla á einstaka menn, sem í góðu
trausti hafa hlaupið undir hagga til bráðabirgða.
Það er þvi mín innileg áskorun til yðar, enn sem
fyr, að þér kostið kapps um að safna svo miklu le
lianda Þjóðvinafélaginu, að það geti losað þessa skuld
fyrst og fremst, og er þó auðsætt, að það hlýtur þar
Iijá að eiga nokkuð afgangs til framkvæmdar störf-
um sínum. Eg tek þetta einkum fram vegna þess,
að síðan í haust hefir félaginu mjög lítið áskotnazt.
Þessar framkvæmdir félagsins, sem eru fyrir
liöndum, eru fyrst og fremst að kosta prentun á skýrslu
félagsins og reikníngi fyrir tvö undanfarin ár, sem
fram var lögð fyrir félagsmenn á alþíngi í sumar er
var. Þar næst að lialda fram ritum sínum og láta
prenta Almanakið, Andvara þriðja ár og lítið jarð-
yrkjurit eptir Alfred Lock, með uppdráttum, sem fé-
lagið á í handriti. Kostnaður til þessa eykst nokkuð
með þvi, að félagið á enn nokkuð ógoldið fyrir And-
vara þann í fyrra og Almanakið eins og yður gefur
að skilja eptir ylirliti því, sem eg gaf yður í haust
er var um fjárhag félagsins.
En er það eitt mál, sem snertir framkvæmdir
félagsins og eg hefi áður drepið á, sem er að færa í
lag og snotra sem bezt hinn forna alþingisstað á Þíng-