Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 53
til fulltrúa Pjóövinafélagsins.
47
völlum. Þetta er engum sæmra að gjöra en Þjóðvina-
félaginu, svo framarlega sem því getur lilotnazt að fá
efni til að geta það, því þar undir er allt komið.
Það mun vera yður auðsætt, að með því að
stuðla til að selja rit félagsins og senda því andvirðið,
verður því veittur styrkur, sem getur orðið því að
miklum mun, og eg vil þessvegna biðja yður að
slyrkja til þessa, eptir því sem þér sjáið færi á. En
einkum vil eg leyfa mér að óska þess, að bæði tillög
og andvirði seldra bóka geti komið sem fyrst félaginu
i hendur, til þess að það geti haft ytirlit yfir efni þau,
sem fyrir bendi eru, goldið sem fyrst áfallinn kostn-
að og framfylgt sem bezt störfum sínum; sömuleiðis
einkanlega til þess, að skýrsla um fjárhag þess geti
orðið gefin á bverju sumri, sem eg álít mjög æskilegt.
Kau|)mannahöfn 15. Februar 1876.
Jón Sigurðsson,
p. t. forseti Þjóövinafélagsins.
VIII.
S. T. Herra..........................................
fulltrúi hins íslenzka Þjóðvinafélags.
Á hátíðinni, sem haldin var 1874 í minníng þús-
und ára byggíngar íslands og binnar nj'ju stjórnar-
skrár, var það almennt álit, sem eðlilegt var, að þetta
væri mikil og merkileg aldamót í sögu vorri, og að
hér færi í hönd stór og heillavænleg breytíng, sem
allir hugðu, og jal'nvel margir b é l u, að nota sem
bezl í hag lands vors og framfara vorra.