Andvari - 01.01.1911, Síða 54
48
Bréf Jóns Sigurðssonar
Þjóðvinafélagið liafði áselt sér, svo sem skýrt er
frá í lögum þess, sem eru prenluð og send út um
allt land 1873, að »reyna með sameiginlegum kröpt-
um að halda uppi þjóðréttindum Tslendínga, efla
samheldi og stuðla til framfara landsins og þjóðar-
innar í öllum greinum, en einkanlega kappkosta að
vekja og lífga meðvitund Íslendínga um, að þeir sé
sjálfstætt þjóðlélag, og hafi því samboðin réttindia.
Einkum lá það næst fyrir félagið að íylgja því fram,
að vér fáum þá stjórnarskrá, sem veiti oss fullt sljórn-
frelsi í öllum íslenzkum málum, alþíng með löggjaf-
arvaldi og fullu fjárforræði, og landstjórn í landinu
sjálfu, með fullri lagalegri ábyrgð fyrir alþíngi.
Vissulega höfum vér fengið stjórnarskrá 1874,
eða réttara sagt visi til stjórnarskrár, sem getur orðið
að nolum í þá stefnu, sem félagið hefir bent á; en
það þarf ekki að eyða orðum til að sýna, og félagið
hefir þegar ljóslega sýnl það í ritum sínum, að stjórn-
arskrá þessi getur ekki heitið annað en vísir, sem
þarf hinna mestu' bóta, ef hún á að fullnægja íslands
stjórnlegu réttindum og þörfum. Það er í augum
uppi, að I’jóðvinafélagið vill sem bezt stuðla lil um-
bóta í þessu el'ni, en þar er ekki liðveizla einstakra
manna einhlít, þar þurfa a 11 i r að veitast að, og
styrkja mál sitt og vor allra með liðveizlu sinni, því
annars er lítil von, að vort mál fái sigur; mótstaðan
er mörg og mikil, og undanbrögðin margvísleg; af-
skiptaleysi og deyfð í að styrkja félagið til að fram-
fylgja velferðarmálum vorum getur velt oss aptur of-
an í sama farið. Það er þvi alvarleg og innileg á-
skorun félagsins lil allra landa vorra, að þeir af al-
huga leggist á eitt til að veita félaginu styrk sinn og
liðveizlu, svo það geti haldið áfram að gefa út rit,