Andvari - 01.01.1911, Síða 55
til fulltrúa Þjóðvinafélagsins.
49
sem fræði um þjóðleg réttindi vor og stjórnarhagi
og um atvinnuvegu vora, svo að vér getum með því
móti náð nauðsynlegum bótum á stjórnarskránni,
og kornið ymsum gagnlegum framkvæmdum til veg-
ar. Því ríllegri og örari styrkur sem félaginu veitist,
því fyr er von sigurs, og því meiri og fjölhæfari nota
gela landsmenn vænt af framkvæmdum félagsins í
vorum allsherjarmálum.
Árið sem leið hefir öllum fulltrúum félagsins verið
ritað um félagsins efni og fyrirætlanir, eins og fyrri.
í fyrra sumar var einnig öllum fulltrúunum send
yfirlitsskrá yfir bækur þær sem félagið lét prenta
það ár, og niðurskiptíng þeirra í allar sýslur. Skýrsla
félagsins og reikníngur var prentaður og send úl af
honum 3000 exemplör, skipt niður um allt land og
útbýtt gefins. Kostnaður til útbéinaðar bókanna hefir
verið mikill, eptir félagsins litlu efnum, og ef ekki
bætist úr fjárhag þess fyrir ríflegri styrk, þá mun
það án efa neyðast til að mínka útgáfu bóka, svo
það mun varla geta gefið út í vor nema Almanakið
1878 og líklega fjórða ár Andvara. Verði efnin meiri,
mun fulltrúunum verða skýrt frá því.
Þess hefir verið áður getið, að félagið hefir varið
töluverðu fé til kostnaðar við Þíngvallafund, og ætl-
að sér að láta gjöra ýmislegt til umhóta þar á staðn-
um, svo þar verði eitthvað til hagræðis. Híngað til
hafa landar vorir lagt minni rækt við þelta mál en
vænta mátti, og hefir það þessvegna verið félaginu
til töluverðs kostnaðar, en einkis árángurs. En það
er varla trúlegt annað, en að ekki verði látið þar við
lenda, heldur muni þjóðin manna sig upp, og sýna
það í verkinu, að hún hefir mætur á þessum stað,
og vill sýna honum sóma.
Andvari XXXVI.
4