Andvari - 01.01.1911, Page 58
52
Fiskirannsóknir.
miklu leyti sem veiðarfærin leyfðu, vita, hvorl svo
mikið væri um þroskaðri fiska af ýmsu tægi (t. d.
kola, þyrskling, síld), að tilvinnandi gæti verið að
veiða þá.
A þessari ferð safnaði eg allmiklu af sjáyardýr-
um ýmiskonar, einkum skeldýrum og kuðungum,
sem er orðið eign Náttúrugripasafnsins1).
Eg fór til Stykkishólms með áhöld mín með
»Vestu« 3. júlí. Ingólfur Jónsson verzlunarstjóri liafði
gjört mér þann greiða að útvega mér bátog2 menn.
Formaður var Þorsteinn Jóhannsson skipstjóri, ná-
kunnugur öllum Ieiðum milli Suðurej'janna, en vél-
stjóri Ágúst Jónsson. Við vorum því 4 á bátnum.
Báturinn (»Snorri goði«) var stór með 10 HK. vél
og fullri 7 milna ferð og dró því vörpuna vel.
Það var áform mitt að kanna sunnanverðan
Breiðafjörð: Hvammsfjörð, Breiðasund, Alftafjörð,
svæðið umhverfis eyjarnar N. og V. af Stykkisliólmi
og Kolgrafaljörð. Grundarfjörð skildi eg eftir, afþví
að Danir á »Beskytteren« (cand. Börup) höfðu rann-
sakað þar sumarið 1907 (sjá Fiskeri-Beretning for
1906—1907, bls. 241).
Við vorum tilbúnir að kveldi hins 5. júlí og
könnuðum frá Stykkishólmi næslu 5 daga svæðið
þar í kring, alt út fyrir Elliðaey og svo Breiðasund
og Álftafjörð.
Svæði þetta er mjög breytilegt að dýptinni til,
einkum N. og V. af Stykkishólmi. Breiðasund er
nokkurnveginn jafndjúpt, 20—30 fðm. (dýpst 36 fðm.);
frá því gengur svo allbreitt sund, með liku dýpi lil
1) Guðm. G. Bárðarson á líjörseyri tók í haust með sér
alt skeldýra- og kuðungasafnið frá báðum ferðunum, til rann-
sðkna í Kaupmannahöfn i vetur.