Andvari - 01.01.1911, Síða 59
Fiskirannsóknir.
53
V. út í aðaldjúpið. N. að því sundi liggja grynn-
ingar, sker og hólmar, kringum Vaðstakksey, alt út
að Elliðaey, Langeyjum og Klofningsnesi. S. að því
liggur aptur löng grynning, með fjölda hólma og skerja
nokkurn veginn óslitin, út að Höskuldsey. Milli þess-
arar grynningar og lands er langur áll, með 12—20
fðm. d\rpi, en mjög misbreiður. Alflafjörður er allur
mjög grunnur (sjá síðar).
Álavarpan var dregin að landi 7 sinnum á 4
stöðum á 10—0 m. dýpi, en alstaðar er erfitt að
draga og víðast ómögulegt, vegna þara, grjóts eða
strauma og auk þess er víðast svo aðgrunt að ekki
næsl í aðra fiska, en þá er ganga mjög grunt. Afl-
inn var:
2 þorskar, 20 cm. (á 3. ári, Il-flokkurinn).
4 þorskar, 13—15 cm. (á 2. ári, I-ílokkurinn).
15 þorskar, 3,0—5,3 cm. (á 1. ári, 0-flokkurinn).
50 ufsar, 11—23 cm. I-fl.).
423 ufsar, 2,4—8,5 cm. (0-fl.).
2 skarkolar, 29—34 cm.
1 sandkoli, 26 sm.
3 hrognkelsi, 2,8 — 5,3 cm.
9 marhnútar, 2,5—33 cm.
8 sprettfiskar, 2,5—38 cm.
og litið eitt af marþvara (Crangon), trjónukrabba
og kuðungakröbbum.
Þessir drættir sýndu, að þegar í byrjun júlímán.
var komið margt af þorski og einkum ufsaseiðum á
1. ári að botni og upp að landi í sunnanverðum
Breiðafirði. Mest var af þeim (ufsaseiðum) í Skor-
eyjahöfn.
Botnvarpan var dregin 4 sinnurn á 3 stöðum,
NV. af Gvendareyjum á 20- 30 m. dýpi, innan við