Andvari - 01.01.1911, Síða 61
Fiskirannsóknir.
55
þeim, að fjaran varð grá jafnóll og ijaraði. Eg heíi
hvergi séð annað eins af þeim. Þær voru líka meira
eða minna í mögum ufsa og þorskseiða á 1. ári, og
eílaust hafa smásildar-torfur þær er sáust á Breiða-
sundi verið að eta þau. Oft var líka fugl að gerja
i þeim.
Bolnskafa var dregin 7 sinnum á 4 slöðum V.
við Súgandisej' (hafnarmynnið), á 14—14 m., A. við
sömu ey (skipalegan) á 20—23 m.; 1 sjómílu SA. af
Vaðstakksey, á 37—64 m. og (14. júlí) á Breiðasundi
á 62 m. — í hafnarmynninu fékst mikið af meðal-
stórri kúskel lifandi og ýmsar aðrar skeljar lifandi
og dauðar, t. hörpudiskur, krókskel [Cardium groen-
landicum), kuldaskei (Yoldia) og gimburskel, trjónu-
krabbar og ormar. Á skipalegunni mergð af lifandi
og dauðum hörpudiski, öðu og báruskel [Cardium
ciliatum), gimburskel og ýmsum sniglum. SA. af
Vaðstakksey fékst mergð af lifandi hörpudiski, stóru
ígulkeri (Echinus esculentus) og brimbút (Cucumaria
frondosaj-, margt af beitukong, kampalampa, mar-
þvörum, trjónukrabba og dauðum öðuskeljum og
ýmis lleiri lægri dýr, svo sem maríló, sniglar og
krossfiskar. Þessir drættir sýndu, að botndýralífið er
hér æði fjölskrúðugt, bæði á leirbotni og hörðum
botni (þara). Á Breiðasundi fékst mikið af smáum
hörpudiskum, en fáum lifandi, lifandi og dauðum
gimburskeljum og báruskeljum, smáum öðuskeljum og
dauðum kúskeljum og sandmigum og lítið eitl af
öðrum lægri dýrum og svo feikn af stórum og smá-
um skeljabrotum, svo útleil fyrir að botninn væri
þar allur þakinn þess konar rusli, sem að nokkru
leyti virtist vera skolað þangað af straumum, eða
borið í ís frá ströndunum í kring. Botnskafan er á-