Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 62
56
Fiskírannsóknir.
gætt áhald til þess að fá glögga hugmynd um l)otn-
lagið og lífið á hafsbotni, að fiskunum fráskildum.
9. júli kannaði eg Alftafjörð. Hann skerst
inn þegar fyrir innan Stykkishólm í boga frá NA. lil
SA., og er 4 míl. (sjómílur) á breidd í mynninu, en
smámjókkar og er innan til að eins V2 míla. Lengd-
in er 6 mílur. Yzt í honum og úti fyrir mynninu
eru margar smáeyjar (Galtarey, Gvendareyjar, Geit-
eyjar o. fl.) og liarðir straumar á milli þeirra (Manna-
bani, Geiteyingur o. fl.). Firðinum svipar til Gils-
Ijarðar í því, að liann er mjög grunnur, þornar að
mestu um fjöru, en eftir honum miðjum er þó mjór
áll með 2—5 m. dýpi um fjöru.
Eg kannaði fjörðinn í álnum undan Narfeyri;
þar var 5 m. dýpi og leðjubotn.
í l)otnsköfuna fékst mergð al' kampalampa (Pan-
dalus annulicornisj, margt af smáum marþvara (Scle-
rocrangon), trjónukrabba, kuðungakröbbum, þanglús
/IdotheaJ, þanggeit, smákuðungum og ormum og
nolckur hrognkelsaseiði; einnig mikið af þara og mar-
hálmi. Botnvarpan var dregin á 2 stöðum. í hana fékst:
63 ufsar, 4,2—10,2 cm. (0-íl.).
1 marlinútur 11 cm.
1 sprettfiskur 5 cm.
og nokkuð af samskonar dýrum og í botnsköfuna.
Einkennilegl var það, hve ufsaseiðin voru orðin stór
svo snemma. Líklega af því að æti var þarna mjög
ríkulegt.
í sílavörpuna fengusl að eins nokkur marhnúts-
og sprettíisksseiði.
Tilraun var gerð til þess að draga álavörpuna
að landi við Eiríksey, en varð ómögulegt vegna þara.
Alstaðar annarsstaðar var ol' aðgrunt.