Andvari - 01.01.1911, Page 63
Fiskirannsóknir.
57
Á leiðinni út fjörðinn sá eg botninn mjög glögt
á löngu svæði (1—2 m. dýpi). Var þar sandur með
þarabrúskum og miklu af Pétursfæri (Choida) og
slýi á milli og marliálmur þar sem grynst var, en
ekkert kvikt var þar að sjá, nema einstaka marglytt-
ur úti undir sundunum.
Mér var sagt að s k r o f a væri oft inni á Breiða-
sundi á bauslin, og jafnvel inni á Alftafirði og að
hún fylgi smokkfiski eftir, sem gengur þá á þær slóðir.
Næsta dag fórum við inn í Hvammsfjörð Var
gerð sjórannsókn innan til á Breiðasundi á 70 m.
dýpi. Hiti og selta var þar nærri eins í yíirborði og
við botn, enda þótl dýpið sé töluvert og mun það
stafa af því að straumar hræra sjóinn upp alt frá
botni. Eins var í djúpinu SA. af Vaðslakksejr. —
Um bádegisbil fórum við inn Röst og var hún þá
mjög spök. Síðari hluta dagsins vorum við við rann-
sóknir á utanverðum firðinum í indælu veðri; tókum
nál. 2 þús. af kópsíld og smárri milli-síld í háf í
fuglageri1). Um kveldið héldum við að Skoravík á
Fellsströnd og lágum þar við lijá Gunnari lirepp-
stjóra. Þaðan var fjörðurinn kannaðui næstu daga
(lil 14. júlí).
Hvammsfjörðu r er, eins og kunnugt er,
langstærstur þeirra fjarða er ganga inn úr Breiða-
firði. Sé hann talinn frá línu milli Dagverðarness
og Stykkishólms, þá er hann nál. 24 mílur á lengd
og 4—7 míl. á breidd. Hér verður að eins tekinn
fjörðurinn fyrir innan eyjaklasann og að eins þann
hlutann munu menn vanalega kalla Hvammsfjörð,
og er hann nál. 6 mílum styttri en hinn. Yfirfjörð-
1) Tíðastir fuglar í •gerjunum voru lundi, kría, svartbakur
og teista, sjaldnar kjói, hvitmáiur og skarfur.