Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 64
58
Fiskirannsóknir.
inn er nú til sérstakt stórl kort, bygt á mælingum
V. Garde 1896.
Dýpið í firðinum er yfirleitt lítið, á stóru svæði
um miðbikið 10—20 fðm. í mjóum ál S. og A. af
Lambey eru yfir 20 fðm. og mest 27 fðm. (51 m.).
Instu iilutar fjarðarins eru mjög grunnir. í sundun-
um milli eyjanna er víðast mjög grunt, 4—6 fðm.
eða grynnra, og í þeim er eðlilega feikna straumur
með aðfalli og útfalli; í Röst hvað liann geta náð
14 mílna hraða. Botninn er víðast leðja og leir, en
með fram löndum víða mjög grýtt.
Botnvarpa var dregin á 3 slöðum úti fyrir Fells-
strönd á 15—30 m. dýpi, en í hana fékst af fiski 1
sandkoli, 1 sprettfiskur og 1 mjóni, af lægri dýrum
töluvert af kampalampa, mikið af slöngusljörnum
(Ophioglijpha sp.J, lifandi kuldaskel og lítið annað.
Pað leit því út fyrir að hér væri fátt um liolnfiska.
Aftur á móti fékst i 1 drætli á 10—20 m. fram und-
an Búðardal:
11 þorskar, 3,1—5,6 cm. (0-11.).
1991 ufsi, 3,2—7,9 cm. (0-íl.).
4 marhnúlar, 13—18 cm.
1 mjóni, 25 cm.
1 sexstrendingsseiði, 5 cm.
og mikið af lægri dýrum (sjá bolnsköfualla).
Með álavörpunni var reynt að draga að landi
og að bálnum við Fellsströnd, en hvorttveggja var
ómögulegt vegna grjóts. Þar sem ekki er grýtl, er
víðast við fjörðinn svo aðgrunt, að mjög eríilt er að
brúka hana.
Sílavarpa var dregin á 3 stöðum. í hana feng-
ust mörg kolaseiði, 1 loðnuseiði, mergð al' trjónu-
krabbalirfum og smáhveljur.