Andvari - 01.01.1911, Page 66
60
Fiskirannsóknir.
að hið óæðra dýralíf fjarðarins er allfjölskrúðugt og
að mikið er þar af (iskaseiðum á 1. ári, en flest af
því fer þó burtu, áður en það nær fullum þroska
og kemur aldrei aftur. I3ó verður þar (samkv. því
er Gunnar í Skoravík sagði mér) lítið eitt vart við
stóran s k a r k o 1 a og s a n d k o 1 a. Stundum fást
einnig tlyðrur og verður vart við mergð af háfi.
H r o g n k e 1 s i ganga og i fjörðinn og fyrir frosta-
veturinn 1881 var mikið um þau, en þá fór (með ísnum)
allur þari frá löndum og eftir það minkaði veiðin
mikið. Smásíld, af sama tægi og sú er við veidd-
um, sést oít vaða uppi á firðinum á sumrin og haustin
og l'ugl' ber hana á land. Einu sinni hefir Gunnar
orðið var við það i ísreki á góunni. — Lax og sil-
ungur eru í firðinum og hafa þar gott æti í ýmsum
krabbadýrum (marfló, marþvara og kampalampa) og
smásíld. — Háhyrnur koma stundum inn og i fyrra
sáust 2 reyðarhvalir. — Allmikið er af sel, mest
landsel og selveiði nokkur á Slaðarfelli og lílið eitt
á nokkrum öðrum bæjum yzt á Skarðströnd. Um
fisk og sel í Hvammsíirði sjá frekar skýrslu mína í
Andvara XXIII bls. 196—197, 213, 220 og 241.
Úr Hvammsfirði fórum við aítur úl í Stykkis-
hólm, komum við i Ilrappsey1 *) á leiðinni og drógum
sílavörpu og hotnsköfu á Breiðasundi, eins og áður
er sagt frá. Slórt síldqrger var þar við eyjuna og
eins hafði verið daginn áður. Kvað oft vera smá-
síld þar á Breiðasundi. Næslu 2 daga (lö. og 1(5.
júlí) var fiskað á nokkrum stöðum í grend við Stykk-
islióhn, þar á meðal í Slykkishólms- og Elliðaeyjar-
höfn með álavörpu (sjá síðar).
1) Þar safnaði eg miklu af einkennilegu grjóti (anorthit-
steini), som þar er óvanalega mikið af, handa Náttúrusafninu.