Andvari - 01.01.1911, Side 68
02
I'iskirannsóknir.
12 sandkolar 11—21 cm.
3 urriðar 12—39 cm.
1 botnsköfu á innflrðinum og útfirðinum (á 12
—1(5 m.) og í botnvörpuna fekst margt af skeldýrum,
svo sem hörpudiskur og Leda lifandi, gimburskel,
kúskel, báruskel, krókskel og aða dauðar og lifandi,
hall-lokur dauðar, nokkuð af kampalampa og mar-
þvörum, mikið af krossfiski, ígulkerum og slöngu-
stjörnum; einnig ormar og sniglar og mikið af möttul-
dýrum fCynthiaJ.
Á 30—35 m. dýpi fengust í botnsköfuna fiesl hin
ofanlöldu dýr, og auk þess kuldaskel og hall-lokur
lifandi og ýmsir ormar. — í álavörpuna fekst margt
af trjónukrabba.
Sílavarpan var reynd bæði á út- og innfirðinum,
en í hana fengust ekki nema kolaseiði, 2 hrognkelsa-
seiði og lítið eitt af kampalampa og marglitta. —
Þorskfiskaseiðin liafa eflausl öll verið komin að botni
(ströndinni) um þetta leyti. l'uglager (smásíld?) sá-
ust nokkur á útfirðinum um kveldið er við komum
þangað og á innfirðinum dagana á undan. Rann-
sóknir þessar sýna, að hið lægra dýralíf fjarðarins
er all-auðugt, og að töluvert er þar af uppvaxandi
ungfiski; fekk eg að vita, að oft er sild, bæði smá,
miðlungs og jafnvel slór á innfirðinum. A einmán-
uði 1909 var þar smásíld og fjaraði margt af henni
uppi i Kolgrafahópi; bæði þá og um hauslið var
þar urmull af landsel og útsel. Sýnir þelta, að síld
er slnndum inni á firðinum velurinn yfir, enda er
rólegt fyrir hana þar inni. Flyðrur fást stundum
inni undir sundinu og hrognkelsaveiði er töluverð,
annars eru fiskiveiðar ekki slundaðar á firðinum, en
útræði er frá Hallbjarnareyri út í Breiðafjörð. —