Andvari - 01.01.1911, Page 69
Fiskirannsóknir.
63
Kræklingur hvað vera mikill víða við fjörðinn, svo
það lítur út fyrir, að hann gæti verið bezti beitu
(síldar og kræklings) fjörður, ef borið væri sig eftir
því (sbr. siðar). Gott er líka skipalægi fyrir innan
Hjarðarbóls oddann og bærilegt að leggja á land á
oddanum; hann er ein hin fallegasta eyri hér sem
eg þekki (svipar mjög til Kjörseyrar við Hrútafjörð).
Og fjarðarsveitin er ljómandi fögur, þó lítil sé.
Að kveldi hins 18. júlí fórum við inn í Kumb-
aravog. Lá eg við í Bjarnarhöfn hjá sira Jóni Magn-
ússyni og kannaði þaðan svæðið N. og A. af Akurey
og tlóann milli Ivumbaravogs og Jónsness. IJann er
allur grunnur, 8—9 fðm., eða minna og vaxinn þara
í botni, einkum j'msum rauðþörungum. Uti fyrir
Alcurey og flóanum er nokkuð dj^pra, 12—18 fðm.
í botnvörpu og botnsköfu fekst að eins marhnútur
og spreltíiskur og mikið af brimbútum, fátt af
öðrum lægri dýrum, en mikið af þara, sem gerði
alla veiði eríiða. Sökum aðgrynnis var ill-mögulegt
að draga álavörpuna að landi. Þó var dregið á í
vikinu niður undan Bjarnarhöfn á 2-0 m. Varpan
festisl, en þó fengust í hana 11 ufsar (5,5—9,5 cm.
(0-11.), og i Kumbaravogi voru veiddir á færi á
bátnum 8 ufsar 16—20 cm. (I-íl.). —- í sílavörpuna
fengust engin seiði.
Um kveldið var farið inn i Stykkishólm og næsta
dag var enn kannað svæðið þar úli fyrir með ála-
vörpu (í Elliðaeyjarhöfn) og sílavörpu til saman-
burðar og með botnsköfu og gerð sjórannsókn.
í EUiðaevjarhöfn var dregið 2 sinnum á með
álavörpunni á 12—0 m., og áður hafði verið dregið
2 sinnum þar og 1 sinni í Stykkishólmshöfn 15. júlí.
Alls var aflinn: