Andvari - 01.01.1911, Side 70
64
Fiskirannsóknir.
7 þorskar 25—30 cm. (II-íl.).
2 — 16 — 17 — (I-fL).
64 — 2.8—5,2 — (0-11.), nokkrir sluppu.
12 ufsar, 17—23 cm. (I-fl.).
1054 — 3,0—9,3 cm. (0-fl.).
1 ýsa, 7,3 cm. (0-fl.).
2 skarkolar, 22—25 cm.
3 sandkolar, 14—31 cm.
1 marhnútur, 24 cm.
4 sprettfiskar, 13-—19 cm.
Allur þorrinn af þessu fékst í Ellíðaeyjarliöfn
og sýnir það, að mikið er af ungviði á þessum litla
bletti, enda var betra að draga þar á, en annars-
staðar við Breiðafjörð. Sérstaklega var þar meira af
þorskseiðum, en annarsstaðar, sem bæði mnn stafa
af því, að þarna er fremur aðdjúpt og svo liggur
staðurinn nær Breiðafjarðardjúpinu en aðrir, er eg
reyndi. Flest (63) þorskseiðin fengust 15. júlí.
Sílavarpa var dregin utan til við Elliðaey og
milli liennar og Vaðstakkseyjar á sömu stöðum og
áður, í hana fengust að eins 4 þorskseiði og 7 loðnu-
seiði og nokkuð af smáhveljum.
Með þessu var rannsóknunum í Breiðalirði lokið.
Daginn eftir voru veiðarfærin þurkuð og búið um
farangurinn til Ilutnings til Reykjavíkur. Þangað
fórum við með »Lauru« að kveldi 22. júlí. A leið-
inni út fjörðinn, alt út undir Ólafsvík var alstaðar
að sjá mergð af kríu og lunda og nokkuð af ritu,
er fiskuðu í ákafa; leit út fyrir að mikið væri af álu
(smásíld, sandsíli eða smá-átu) í sjónum.
Næsla dag var haldið kyrru íyrir í Reykjavík,
en að morgni hins 24. júlí byrjuðu rannsóknir í Faxa-
llóa. Til þeirra hafði eg fengið bát af Akranesi,