Andvari - 01.01.1911, Side 71
Fiskirannsóknir.
65
»Höfrung« nieð 8 hk vél, eign Haralds Böðvarssonar
og Bjarna Guðbjarnasonar. Bjarni var formaður á
bátnum, en vélmeistari var Sigurður Jónsson, báðir
af Akranesi. 24. og 25. júlí var kannaður til bráða-
birgða Kollafjörður og svæðið úti fyrir Seltjarnar-
nesi, 7 mílur út, lil þess að fá vitneskju um, hvort
margt mundi vera þar af iiskaseiðum uppi um sjó,
einkum ný-útklöknum sildarseiðum, því að undan-
farin ár hefir síld hrygnl mikið úli í Faxaílóa á
»Köntunum« eða þar nálægt, í miðjum júlí, svo bú-
ast mátti við, að seiðin bærust með straumnum inn
að landi og svo N. með. Sílavarpan var því dregin
13 sinnum á 8 stöðum, á 4 slöðum á Kollaíirði og
á 4 stöðum úti á flóanum, 1 mílu V. af Kjalarnes-
töngum, 3 milur V., og 7 mílur NV. af Gróttu. —
Aflinn varð að eins 19 loðnuseiði, 1 þorsk- og 1
kolaseiði og all-mikið af marglittum. Seiðin fengust
flest úti í llóa. Síldarseiði fengust engin og hafa því
annað hvort ekki verið klakin (þau klekjast úl á
botninum) eða borist N. og V. úr flóanum. — Boln-
varpa var dregin milli Engeyjar og Kjalarness á 14
—16 fðm. (Sjá síðar).
Ikað var annars áform mitt, að rannsaka fyrst
svæðið með fram Mýrunum og Borgarfjörð og lialda
svo áfram suðurmeð. Fórum við því að morgni 27.
júlí vestur á Mýrar, en komum við á Akranesi, því
að þangað var kominn maður, er Ásgeir í Knarar-
nesi hafði útvegað mér lil Jiess, að vera leiðsögu-
maður á hinum vandrötuðu leiðum með fram Mýr-
unum. Það var Jón Samúelsson, bóndi á Hofsslöðum.
Hann er einn af þeim örfáu mönnum, er rata al-
staðar um Jiað svæði, en það er eitt hið allra vand-
ralaðasta hér við land, vegna grynninga og blind-
Andvari XXXVI. 5