Andvari - 01.01.1911, Page 72
G6
Fiskirannsóknir.
skerja og kortið yíir það er fremur til þess að villa,
en að leiðbeina, svo ófullkomlega er svæðið mælt.
Við það bætist svo, að ómögulegt er að fara um það
þegar sjór er ókyrr af S. og V., þá verður alt einn
brimvaðall og fá afdrep fyrir hafskiiD eða særri báta.
Að fara þar um með óvotrygðan bát er fásinna,
nema þegar nauðakunnugur og gætinn maður er með.
En Jón þekti hér hvern stein og hvert blindsker,
enda hefir hann fiakkað hér um frá því hann var
barn með fóstra sínum, Ásgeiri í Knararnesi.
Þá er við höfðurn tekið nægan oliforða, fórum
við frá Akranesi og komum um kveldið að Knarar-
nesi og lágum þar um nóttina, en af því að lægi er
ekki örugt þar, fórum við morguninn el'tir vestur að
Vogi, lágum þar við í 3 daga og könnuðum þaðan
svæðið milli Hvalseyja og Hjörtseyjar. Svo íluttum
við okkur þaðan að Straumfirði, lágum þar við i 4
daga (1 daginn veðurteptir í S. stormi) og könnuð-
um þaðan svæðið frá Hjörtsey að Borgarfjarðar-
mynni.
Á öllu þessu svæði er grunt og 20 faðma dýptar-
línan liggur 4—6 mílur undan landi og víða mikið
útfiri, t. d. er 2 míl. langur flói fyrir innan Hjörtsey
og Knararnes, er þornar um fjöru, og á breiðu svæði
með fram landi er víða að eins 1—5 fðm. um fjöru.
Á öllu svæðinu er mikill klasi af hólmum, skerjum og
blindskerjum, einkum fyrir Suður-Mýrum. Þar nær
skerjaklasinn 4 mílur út frá landi og er Þormóðs-
sker þar »yzti vörður við unnir blár« og góð Ieið-
beining eða viðvörun, en v i t a vantar. Við yzlu
blindskerin er 10—15 fðm. dýpi.
Inni við land og milli skerjanna er botninn víð-
ast grýllur og vaxinn þara með sandblettum á milli,