Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 73
Fiskirannsóknir.
67
eða leirur með marhálmi þar sem grynst er, svo ilt
er að draga þar vörpur og landdráttur er víðast erf-
iður vegna aðgrynnis og grjóts. Þegar kemur út að
yztu skerjum og úti fyrir er víðasl skeljasandur í
botni og fram undan Ökruin (í Ölduál) inn að landi,
eða leir þegar dýpkar og þannig er það víða í Faxallóa.
Botnvarpa var dregin 9 sinnum á 3—26 m. dýpi.
Afli:
63 þorskar, 3,9—6,0 cm. (0. fl.).
2 ufsar, 21—25 cm. (I-fl.).
60 ufsar, 4,0—11,2 cm. (0-fl.).
1 ýsa, 7,4 cm. (0-íl.).
79 skarkolar, 9—30 cm.
105 sandkolar, 6—29 cm.
1 síld, 6 cm.
147 sandsíli, 10—14 cm.
1 marhnútur, 17 cm.
1 sexstrendingur, 9 cm.
1 sprettfiskur, 30 cm.
Þorskseiðin fengust flest í Ölduál, ufsaseiðin fram
undan Vogi, en kolinn og sandsílið úti fyrir Álfta-
nesi og í Borgarfjarðarmynni. Af lægri dýrum fékst
fátt, helzt trjónukrabbi, kuðungakrabbi, aða og kross-
fiskur og (úti fyrir Álftanesi) urmull af marglittu.
Álavarpa var dregin á 4 stöðum, hjá Vogi og
kringum Straumfjörð á 6—0 m. Afli:
2 þorskar, 5,0—5,7 cm. (0. fl.).
7 ufsar, 22—25 cm. (1-11.).
272 ul'sar, 3,6—12,0 cm. (0-11.).
35 skarkolar, 3—28 cm.
5 sandkolar, 11—23 cm.
68 síldir, 10 — 13 cm.
7 sandsíli, 11—13 cm.