Andvari - 01.01.1911, Síða 75
Fiskirannsóknir.
69
Loks 'voru veiddir 50 ufsar, 22—25 cm. (I-fl.),
á færi á bátnum á Iegunni við Ivnararnes og í Straum-
íirði, og 1 daginn veiddi Ásgeir í Knararnesi 3 vænar
lúður og 2 háfa við yztu skerin þar fram undan.
Af öllu þessu má sjá, að alls ekki er fátl um
smáfisk, (ufsa, smásíld, sandsíli og kola) á grunnsæv-
inu með fram Mýrunum, en hann leitar burtu frá
ströndinni þegar hann eldist og að líkindum einnig
að vetrinum til, meðan sjórinn er ókyrrastur. Eldri
þorsk (þyrskling) en á 1. ári verður li’tið vart við,
en ufsi veiðist oft, t. d. við klappirnar hjá Vogi, en
varla eldri en á 2. ári. Sildarinnar verður oft vart
hjá Ökrum þegar á vorin. Hrognkelsaveiði er litil.
Silung er víst lika töluverl af og ekki er ólíklegt að
unglax sveimi þar um eftir l'æðu, þótt ekki verði vart
við hann. Almennar fiskiveiðar hafa áður verið
stundaðar mikið og eru nokkuð enn, en þá er róið
út fyrir öll sker, út á rúmsjó (sbr. Skýrslu mína í
Andvara XXIII, bls. 225—226).
Síðari hluta dags, 3. ág., fórurn við inn í Borg-
arnes og lágum þar við næstu 3 daga til þess að
kanna Borgarfjörð, einn daginn veðurteptir í SV.
stormi og sluppum því mátulega frá Mýrunum.
B o r g a r f j ö r ð u r er 13 mílur á lengd frá
Miðfjarðarskeri inn að Hvítárósi, en mjög misbreiður,
4 mílur í mynninu, en 1— 3 innan til, og mjög grunn-
ur, víðast minna en 5 fðm. og að eins 7 — 8 fðm.
(um stórstraumsfjöru) og þornar á stórum svæðum
um fjöru. Fellur mikið af ósöltu vatni í hann (Langá,
Hvítá og Andakílsá) og er sjórinn í honurn því mjög
vatnsblandaður, einkum innan til. Hvítá ber mikið
af jökulleir út í fjörðinn. Botninn er því víða leir,
einkum með fram löndum, en úti í firðinum í eyruni