Andvari - 01.01.1911, Page 78
72
Fiskirannsóknir.
hafa menn vitað um kola i firðinum og veitt tölu-
vert af skarkola í Borgarnesi og oft orðið varir við
mikið af smásíld í firðinum (sbr. Skýrslu mína í
Andv. XXIII, bls. 225), síðast í vor, því þá fjaraði
hana oft uppi í mex-gð á eyrum fyrir innan Borgar-
nes. En menn hafa varia búist við eins miklu af
kola þar, og afli vor sýndi, og um hina miklu krækl-
ingamergð þar vissu menn víst lítið áður. Eg skoð-
aði magainnihald margra kola. Skarkolinn lifir að-
allega á smákræklingi, maðkamóður (þeirii er liíir
í leirunum) og marfló, en sandkolinn einkum á marfló,
minna á ormum og kræklingi og svo slýi. Af þessu
skilst, að svo mikið er af þessum fiskum í íirðinum.
Silungur og lax hlýtur oft að vera mikill í firð-
num, eða fara um hann, þó að við yrðum lítið varir
við það. Silungur veiðist oft við klappirnar í Borg-
arnesi. Annars eru engar íiskiveiðar stundaðar í
Borgaríirði, enda gengur haffiskur lítið inn í fjörðinn.
Snemma dags 7. ág. fórum við út á Akranes.
Fuglager var möi'g að sjá inni á firðinum og alla
leið út á Akranes. Lágum við þar við næstu 3 daga
og könnuðum þar í kring. Botninn er þar á grunni
víðast grýttur og óvíða mögulegt að draga botnvörpu
eins er líka erfitt að draga þar vörpur að landi
sökunx aðgrynixis og grjóts.
Botnvarpa var dregin 4 sinnum á 12—40 m.
dýpi. Afli:
6 þorskar, 4,7—6,0 cm. (0-11.).
25 ufsar, 4,2—9,5 cm. (0-11.).
1 lýsa, 19 cm.
1 lúða, 26 cm.
13 skarkolar, 11—25 cm.
10 sandkolar, 6—28 cm.