Andvari - 01.01.1911, Síða 80
74
Fiskirannsóknir.
um fjöru og verður þá eflir krókóttur áll. Við æll-
uðum að draga á með álavörpu upp í Súlueyri, úti
við ósinu, en svo var mikill straumurinn, að hann
kastaði vörpunni upp að landi og gálum við naum-
lega haldið henni. Aflinn varð því enginn. Nálega
50 stórir selir lágu á eyri sunnan við ósinn.
Fiskiveiðum á Akranesi og fiskigöngum í Akranes-
sjó hefi eg Ij'st í áðurnefndri skýrslu hls. 223—224,
og skal að eins bæta því við, að nú eru þeir farnir
að brúka stóra vélarbáta og þorskanet á haustin.
Frá Akranesi fórum við um hádegi 11. ág. inn
í Hvalfjörð. Lágum við í Saurbæ og könnuðum
fjörðinn að mestu þaðan.
Hvalfjörður er mestur allra fjarða er ganga
inn úr Faxaflóa. Hann er 18 mílur frá linu milli
Heyness og Kjalarnestanga, og 41A míla á breidd í
mynninu, en inn frá 1—2 mílur. Dýpið er mjög
misjafnt. Úti undir mynninu er hann grunnur, að
eins 10—15 fðm., en nokkru innar, í Galtarvíkur-
djúpi, fundum við á miðjum firði (52, 58, 80, 70, 00,
95 og 85 m. (30—50 fðm.) innanvert við Galtarvík.
Svo smágrynnir aflur og undan Reynivallaliálsi er
lítið yfir 20 fðm. Á milli Breklcu og Hvammsvíkur
er annað djúp, Hvammsdjúp, þar er sýnt á sjókort-
inu 100 fðm. dj'pi á hletti, en eins og eg skýrði frá
í »ísafold« 1904, 07 tbl., var það djúp kannað ná-
kvæmlega á »Thor« 1904, en fanst hvergi meira en
60 m. (32 fðm.). Sama dýpi fundum við þar og
ekki meira. Frá Hvammsdjúpi grynnir fljótt inn í
fjarðarbotna1). — í djúpunum er leðjubotn, en á
grunnunum víða harður hotn með marbendli (»kóral«).
1) 1 aumar er leið mældi „Beskytteren" fjörðinn, en ekki
er mér neitt kunnugt um, livað þær mælingar liafa leitt i ljós.