Andvari - 01.01.1911, Síða 81
Fiskirannsóknir.
75
Með fram löndum er víðasl aðgrunt og mjög grýtt
og ómögulegt að draga vörpu nema á fáum stöðum.
Botnvarpan var dregin 5 sinnum á 5 stöðum á
10—20 m. dýpi. Aíli:
9 þorskar, 5,3—8,0 cm. (0-fl.).
9 skarkolar, 11—17 cm.
21 sandkoli, 6—18 cm.
73 sandsiii, 10—15 cm.
Flest af þessu allaðist í einum drætti á Innra-
hólmsvík. Á Hvammsvík fékst ekkert. Á Laxvogi
og úti fyrir Hrafneyri feslist varpan og veiddi ekkert,
og loks fyltist hún svo af seigri leðju á Botnsvogi,
að ómögulegt var að innbyrða hana, nema með því
að rista á hana og fór þá allur aflinn, þar á meðal
töluvert af sandsili og smásíld, og mikið af ýmsum
lægri dýrum.
Álavarpan var dregin 8 sinnum, á 4 stöðum,
á 0—20 m. dýpi. Afli:
77 þorskar, 4,0—7,5 cm. (0-fl.).
13 ufsar, 3,0—9,0 cm. (0-11.).
9 skarkolar, 5—14 cm.
7 sandkolar, 7—19 cm.
33 sandsíli, 8—13 cm.
1 marhnútur, 29 cm.
Auk þess mergð af kampalampa (Pandalus annuli-
cornisj stórum, og margt af annari stærri tegund
(P. borealisj, trjónukrabba, ígulkerum, krossfiskum,
marþvara og kuðungakrahba. Öli þessi dýr voru
mjög stór. Flest af þorskseiðunum fékst við Hval-
eyri (ritsímaeyrina), en ilest af kampalampanum við
Hrafnabjargaeyri og nokkuð í Hvammsvík. í vík
fyrir ntan Saurbæ varð varpan föst og enginn alli.
Botnskafa var dregin 5 sinnum á 4 stöðum á