Andvari - 01.01.1911, Page 82
76
Fiskirannsóknir.
20—95 m. dýpi. í hana kom mjög mikið af skelj-
um og ýmiskonar lægri dýrum einkum í Galtarvíkur-
djúpi. Þar fekst t. d. hörpudiskur, háruskel, aða og
gimburskeljar, litandi og dauðar. Annarsstaðar fekst
lifandi kuldaskel.
Sílavarpa var dregin í Hvammsdjúpi og fjarðar-
mynninu. Fiskaseiði fengust engin í hana, en mergð
af selögn (MijsisJ á fyrri staðnum.
Silunganet var lagt hjá Saurbæ, en aílinn varð
að eins 1 urriði. — Smásíld óð oft uppi á firðinum.
Aílinn í boln- og álavörpuna sýnir, að elcki er
svo fátt um uppvaxandi fisk í firðinum. Af þorsk-
seiðum fanst þar meira en víðast annarstaðar á rann-
sóknasvæðinu, og var það eflaust að þakka meira
aðdýpi, en aftur var furðu fátt um ufsaseiði. Ovíst
er hvenær seiðin fara úr firðinum. — Um stærri lisk
er nú á tímum að jafnaði víst fált1); hrognkelsi veið-
ast lítið eitt og lúða fæst oft út frá í fjarðarmynninu
og í Galtarvíkurdjúpi. Lax og silungur er að sjálf-
sögðu töluverður; í sumar veiddust að sögn nær 200
laxar í sjó á Innrahólmi. Ef til vill koma fiskhlaup
utan úr llóa enn þá öðru hvoru inn í fjörðinn, en
þar sem engar reglubundnar veiðar eru stundaðar,
verða menn lítið varir við, þó svo væri. Sagt er að
áður hafi verið að jafnaði róið til fiskjar í Galtar-
víkurhjúp. En afli hefir víst verið stopull.
Kræklingur er mikill í Laxvogi og með Hval-
fjarðarströnd inn frá, og hefir verið sóttur þangað
mikið frá Akranesi og sunnanað.
Snemma dags 14. ág. f'órum við frá Saurbæ og
ætluðum að staðnæmast á Innrahólmi 1 dag lil þess
t) „Thor“ dró botnvöi'pu í Hvammsdjúpi 1904, en fekk að
eins 1 þorskseiði, 1 sexstrending og 1 mjóna.