Andvari - 01.01.1911, Side 84
78
Fiskirannsóknir.
Botnskafa var dregin á 5 stöðum á 15—40 m.
I hana fekst inni á firðinum á leðjubolni urmull af
ýmiskonar skeljum af sama tægi og áður eru nefndar
í Hvalfirði, en ílestar smærri og dauðar, en nokkrar
lifandi, þar á meðal kuldaskel og auk þess skips-
tennur, ýmsir kuðungar og ormar. Uti fyrir, í Fló-
anum, var hún dregin á 3 stöðum, á sandbotni. Þar
fekst fátt af dýrum. Þó má nefna bergbúa /ZirpliaeaJ
dauðan, út af Ilvalfjarðarmynni. Rekur hann tölu-
vert dauðan á Langasandi á Akranesi.
A Kollafirði eru engar reglulegar veiðar stund-
aðar, nema lirognkelsaveiðar, en öðru hvoru veiðist
mikið af smáufsa á 1. og 2. ári, einkum um nýjárs-
leytið. Smásíld er þar oft og millisíld og jafnvel
hafsíld kemur stundum, einkum í ágúst — nóvember
(síðast 1908 og 1909) og veiðist töluvert i lagnet.
Lýsa, þaraþyrsklingur og koli veiðast nokkuð og stund-
um vænar fúður á sumrin.
Loks var á ný leilað að fiskaseiðum, einkum
síldarseiðum, langt út í flóa, N. fyrir Syðrahraun og
út undir Vestrahraun 15 mílur VNV af Gróttu. —
Sílavarpan var dregin á 6 stöðum, tvisvar á hverjum
stað, á 25 og 50 m. streng, en seiði fengust engin
önnur en 5 loðnuseiði. Lítur því út fyrir, að síldar-
seiðin hafi borizt norður og út úr flóanum (shr.
bls. 65) ').
19. ágúst var rannsóknum þessum lokið, enda
var þá féð, er til þeirra var veitt, húið og vei það.
1) í júní- og júlímáu. 1901 rannsakaði Hörring (nú fugla-
i'ræðingur) á „Diönu“ 'sunnanverðan Faxuflóa frá Garðsl;aga til
Akrane8s. einkum með tilliti til kolaveiða, sjá Fiskeriberetningen
for 1900—1901, bls. 177. — 1904 rannsakaði dr. Schmidt á „Thor“
Hafnarfjörð og var eg þar ineð.