Andvari - 01.01.1911, Síða 86
80
Fiskirannsóknir.
í þessu yfirliti er aílinn í silavörpuna eigi tek-
inn með, heldur en í fyrra, sökum þess að seiðin eru
enn eigi fyllilega ákvörðuð. Sá aíli sýndi að þegar í
byrjun júlí var fátt um íiskaseiði upp uin sjó. Mest
bar á loðnuseiðum. Þorsk- og ufsaseiði voru þegar
komin að botni og upp að ströndum, en þó strjál-
ingur af þorskseiðum og kolaseiðum uppi um sjó
fram til júlíloka, eftir það varð að eins vart við
loðnuseiði.
Þegar svæði þetta alt er borið saman við svæðið
sem eg kannaði í fyrra, með tilliti til aílans, þá sést
það glögt, að það er æði ólikt ísafjarðardjúpi og
Húnaílóa. Kemur það sumpart fram i hlutfallinu
milli þorskseiða, sumpart í sandsílis- og síldarafla.
í Húnaflóa fengust að meðaltali 284 þorskseiði á 1.
ári í drátt og í Ísaíjarðardjúpi 188 (að meðaltali 211),
en í Breiðafirði 2,7 og i Faxaílóa 3,8 (að meðaltali
3). Af eldri þorskseiðum fékst sárafátt þar. Þessi
munur stafar eílaust fyrst og fremstafþví, að minna
er um þorskseiði á síðara svæðinu, en með fram af
því, að miklu erfiðara er að ná í þau þar vegna
botnlags og aðgrynnis, það sýndi síg líka að þar sem
nokkurt aðdýpi var og gott að draga að landi (Ell-
iðaeyjarhöfn og eyrarnar í Hvalfirði, þar fékst lika
meira af þorskseiðum. Annars er þess að gæta, að
inergð af þorskseiðum leitar botns við SV. og S.
ströndina á dýpi, sem liggur oft langt frá landi, á 20 —
40 fðm., og á svæði því, er eg fór um í sumar, var
víðast miklu minna dýpi. Gengju djúpir álar utan
úr hafi inn i Hvalfjörð eða aðra firði við Faxaflóa
eða Breiðafjörð, þá mundi að líkindum vera meira
þar af þorskseiðum (og öðrum fiski) en nú verður
vart við. — Af ufsaseiðum á 1. ári fékst nokkurn