Andvari - 01.01.1911, Síða 90
84
Fiskirannsóknir.
tíma. Á hrauninu (Syðrahrauni) er líklegt að all-
mikið vaxi upp af þorskseiðum, því að þar er injög
grunt, 7 —15 fðm. á slóru svæði og grýttur botn með
þara og leirblettum á milli. Segjast ýmsir eldri fiski-
menn í Reykjavík hafa orðið vel varir þar við smá-
þyrskling (þaraþyrslding) áður fyr.
2) er þar gnægð af ýmsum dýrum, sem eru á-
gæt fæða fyrir fisk á ýmsum aldri, svo sem sandsíli,
loðna (á vorin), krabbadýr ýmiskonar, skeldýr, snigl-
ar og orinar. Sérstaklega er feiknamergð af sandsíli
á vorin, sumrin og baustin í Faxaflóa, bæði á djúp-
miðum og grunnmiðum. Sandsílið er afarþýðingar
mikið fyrir fiskiveiðarnar í flóanum, því það er aðal-
fæða þorsks og ýsu og jafnvel fleiri fiska þar og það
er ekkert efamál, að hin mikla mergð aj stútungi og
þorski, stórgsu og miðlungsýsu, er gengur i flóann á
vorin ejtir að lirygningin er úti og á sumrin og haust-
in, leitar þangað ejtir sandsilinu (og á vorin eftir loðnu
meðfram). Auk þess verða seiði binna umgetnu
fiska (einkum smásíldin) fæða fyrir eldri fiska sömu
tegundar eða annara, samkvæmt reglunni: liinirstærri
eta hina smærri. Lax sá og silungur, er lifir í sjó
á þessu svæði, mun óefað nærast mest á sandsíli,
smásíld og krabbdýrum (kampalampa og marfló).
Auk þessa er sandsilið og smásíldin aðalfæða
liins ótölulega grúa af lunda og kríu, er verpur víðs-
vegar í bólmum og eyjum á þessu svæði og það er
eflaust ekkert smáræði, sem þessi fuglamergð etur á
liverju sumri, en kría etur líka mikið af ufsaseiðum,
en líklega síður þorskseiði, af því að þau fara að
jafnaði ekki eins nærri yfirborðinu. Æðarfuglinn lifir
aftur á móti vísl mest á skeldýrum, einkum kræk-