Andvari - 01.01.1911, Side 93
Fiskirannsóknir.
87
þeir hafa á fisk og fiskigöngur þar. Að sjálfsögðu
má telja þá varga í fiskahjörðinni og ættu því, frá
því sjónarmiði skoðað, að vera ófriðhelgir þar sem
annarsstaðar. En eg tel það víst, að vaxinn þorskur
ýsa og annar sá fisknr, er að jafnaði heldur sig á
djúpmiðum mundi ávalt verða stopull á þessum
svæðum, jafnvel þótl selur væri ekki, af því að djTpið
er þar svo lílið og sumstaðar harðir og óreglulegir
straumar. Og aðalorsökina lil þess, að þessi fiskur
gengur svo lítið í Hvannnsfjörð, verð eg að álíta þá
hve sundin þar inn eru þröng og grunn og feikna
straumhörð1.
Eins og í síðuslu skýrslu skal eg að lokum selja
hér stutt yfirlit yfir sjórannsóknir þær (liita og eðlis-
þyngd sjávarins) er gerðar voru (á 26 stöðum) og
seltuna, sem reiknuð er út eftir þeim. t*að gerði nú,
eins og í fyrra, hafrannsóknastofnunin (Hydrografisk
Laboratorium) í Kaupmannahöfn. Séu þessar mæl-
ingar liornar saman við mælingar minar í fyrra, þá
sést það að hitinn á þessu svæði er yfirleitl hæ.'ri
og jafnari, en á hinu, eins og líka var við að búast.
Aftur á móti er seltan nú miklu breytilegri, án þess
að það hafi þó veruleg álirif á fiskalífið.
II. Um hrygningu þorsks við Norðnrland
og Austjirði.
Eg tók það fram í skýrslu minni 1905 (Andv.
XXXI, bls. 112), að eftir því sem menn vissu bezt,
’) Síðustu ár hafa þjóðir við Eystrarsalt reyut að koma á
samvinnu í útrýmingu dýra (t. d. sela), sem spilla fiskiveiðum.
Að gefnu tilefni lét eg uppi álit mitt á því máli með tilliti til ís-
lands; prontað í Dansk Fiskeriforen. Medlemsblad 1910,Nr. 39 og40.