Andvari - 01.01.1911, Síða 95
Fiskirannsóknir.
89
var eflaust að hrygna, sum hrognabúin (o: hrogna-
sekkirnir) var hálftóm og ilutu hrognin úr þeim í
vatni, og allir þeir fiskar, er þannig var ástalt með,
voru þrútnir og rauðir kringum gotraufina og hún
mjög stór og mjög áberandi, eins og á hlýra eða
steinbít. Aftur sýndist mér ekki svo fátt af íiskinum
með ekki fullþroskuðum hrognum, og sumt af hon-
um var auðsjáanlega búið að hrygna, og um þann
20. júní var hrognfiskur þessi hér um bil eður alveg
horfinn, líklega þá búinn að hrygna, eða genginn
hjá austur«.
þessi skýrsla er svo ljóst orðuð, að hún þarf
engra skýringa við og höfundur hefir tekið svo mörg
einkennandi atvik fram, að eigi er hægt að efast um,
að þorskur hefir hrygnt mikið í Eyjafirði vorið 1909,
og sennilegt, að hann hrygni þar eitthvað oftar, en
ekki ávalt.
í vor er leið íréttist það suður, að óvenjumikið
fiskhlaup hefði verið í marz og apríl siðastl. með
fram öllum Austfjörðum, alt N. undir Langanes. —
Axel Túlinius sýslumaður var seinna á ferð i Reykja-
vík og sagði hann mér þá frá því, að mikil hrögð
hefðn verið að því, að fiskur hefði gengið óvenju-
íljótt úti fyrir sunnanverðum Auslfjörðum síðustu
2—3 ár, og að nokkrir vélarbátar hefðu farið að
stunda róðra á þessum tíma með allgóðum árangri,
og það sem einkennilegast var, að margt af fiski
þessum hel'ði verið með miklum hrognum og sviljum,
o: ógolið, og að hann hefði hrygnt þar úti fyrir og
inni á ljörðum.
Eg réð því af að fara lil Austfjarða i júlíbyrjun,
til þess að fá nákvæmar upplýsingar um þetta ó-
'vanalega fiskhlaup og hye mikil brögð hefðu verið