Andvari - 01.01.1911, Page 96
90
Fiskirannsóknir.
að hrygningunni; svo var það einnig mjög hentugur
tími til þess að rannsaka, hvort nokkurar menjar
væri að finna eftir hrygningu þorsksins þar um
vorið, því að einmitt í júlí hefðu þorskeiði þá ált að
fmnast, ýmist uppi um sjó og við land í fjörðunum,
eða úti fyrir, eins og algengt er við S,- og V.-ströndina.
Kom eg til Austfjarða 7. júlí og dvaldi þar til 20. júlí,
á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Norðfirði, Mjóafirði og
Seyðisfirði. Eg aílaði mér upplýsinga á öllum fjörð-
unum og leitaði sjálfur að seiðum i þeim öllum,
nema Seyðisfirði, með sílavörpu og álavörpu (sömu
vörpunum og eg hrúkaði við rannsóknirnar árin áður).
Skal eg nú skýra stultlega frá því, hvers eg varð
vísari og geta þess fyrst, að Axel sýslumaður lél
vélarhát sinn fara til reynslu einn róður út í haf (út
fyrir Skrúðinn) snemma í marz 1908. Varð aflinn
mjög góður (1—2 skpd.) af vænum þorski á 4—5
bjóð af línu. Aðrir reyndu ekki. Iietla var fyrsta
tilraunin.
8. marz 1909 reyndi sami bátur aftur á sama
svæði og fekk þá 2 skpd. af ríga þorski. Fóru svo
fleiri vélarbátar að róa; voru rónir nokkurir róðrar
og aílaðist vel; en svo tók frá og þegar gaf aftur,
aflaðist ekkert. I’essi fiskur var allur ógotinn og
höfðu menn hrognin lil beitu. Hefir í þetta skifti
verið um allmikið hlaup að ræða, sem jafnvel hefir
orðið vart við úti fyrir Seyðisíirði seint í marz.
Loks er hlaupið vorið 1910. Reyðfirðingar byrj-
uðu þá að róa á vélarbátum 3.—4. apríl út í kring-
um Skrúð og öíluðu þá strax. Fiskurinn gekk svo
nokkuð grynnra og langt inn í fjörð. Vélarbátaafl-
inn hélzt til aprílloka. í Eskifirði lögðu menn net
(í fyrsta skifti fyrir þorsk, Clausen, Norðmaður byrjaði)