Andvari - 01.01.1911, Page 98
92
Fiskirannsóknir.
fyrir (á línu), var alstaðar, þar sem eg hafði spurn
af þvi, fullgildur þorskur, fremur magur, með mjög
mikla lifur og loðnu í maga. Fiskurinn ógotinn með
mjög .mikil hrogn og svil, er runnu sumstaðar úr
honum (fiskurinn gjótandi), menn beittu mest hrogn-
unum. Netafiskurinn (inni í fjörðunum), var aflur
á móli mjög feitur á fiskinn og með tóman maga,
»ekta netafiskur«, sögðu menn, er kynst hafa neta-
liski syðra. Hrogn og svil í honum voru líka mjög
þroskuð og runnu víða úr honum. I Eskifirði voru
lirogn ekki fullþroskuð í fiskinum, þegar hann byrj-
aði að aflast þar, en losnuðu og urðu rennandi, þegar
á leið. Eg sá pækilsöltuð hrogn úr þessum fiski,
þau voru fullþroskuð, sum orðin glær, eða farin að
losna og tæmast. Þegar menn fóru að leggja línu
J)ar í firðinum í maí, fekst })ar nokkuð af smærra
liski (12—16” íiski) með rennandi hrognum og svilj-
um, alt til loka mánaðarins. Eg sá jafnvel nokkra
J)orska með miklum ógotnum sviljum og ekki full-
gotnum hrognum, veidda úti í kringum Selej' 7. júlí.
Það er ekki efamál, að ]>orskur hefir gotið tölu-
vert við Austurland vorið 1910, og ef til vill líka
vorið 1909 og hel’ði J>ví mátt búast við töluverðu af
þorslcseidiun frá vorinu inni í fjörðunum, eins og áður
var minst á. Eg leitaði því bæði með sílavörpu úti
í fjarðadjúpunum og með álavörpu uppi við land.
Sílavörpu dróegþannig: í Fáskrúðsfirði á 45 fðm.
dýpi, 2 drætti, með 30 m. og 70 m. streng, engin
J)orskaseiði; í Reyðaríirði á 70 fðm. dýpi, útafHólma-
nesi, 3 drætti með 20 m., 50 m. og 100 m. streng,
engin þorskaseiði, og í Norðfjarðarflóa, á 55 fðm.,
2 drætti ineð 40 m. og 50 m. streng, engin }>orskaseiði.
Af fiskaseiðum fann eg að eins fáein marhnúta- og