Andvari - 01.01.1911, Side 100
94
Fiskirannsóknir.
4. 2 drættir í Nesi í Norðfirði, 15-0 fðm.:
445 þorskar I-III-fl. (flestir I-fl.).
29 ufsar I-II-fl.
3 skarkolar, 1 sandkoli.
6 marhnútar, 1 sprettíiskur.
5. 1 dráttur við Asknes í Mjóafirði (2. ónýtur),
20—0 fðm.:
156 þorskar I-III-fl. (flestir II-fl.).
23 ufsar II-íl., 1 lýsa I-fl.
3 bleikjuseiði (nýkomin í sjó).
7 marhnútar, 1 sprettfiskur.
Auk þessa er loðna oft á vorin inni í fjörðum og
smásíld árið um kring. Þannig var veturinn 1909—
10 tvennskonar smásíld, stærri og smærri, í mörgum
af fjörðunum og eins var í sumar'). Ysuseiði og
lýsuseiði eru einnig að mun, þótt varla yrði vart við
þau í þetta skifti.
Sú varð þá niðurstaðan, að eg gat ekki fundið
neinar menjar eftir hrygninguna. Eg verð að gera
ráð fyrir, að ekkert hafi verið af þorskseiðum á 1.
ári (0. 11.) í fjörðunum, fyrst að eg varð ekki var
við þau, eða þá að minsta kosti sárafátt. Er þá
annaðhvort af tvennu: annaðhvort hali eggin og ný-
klakin seiðin borizt með straumnum burt úr fjörð-
unum og suður með (suðuríallið að jafnaði harðara
en norðurfallið), eða eggin ekki getað klakizt út,
vegna ollítils hita í sjónum eystra á vorin og það á-
lít eg sennilegast. Að vísu veit eg ekld, hve Iieilt
hefir verið í sjónum við Austfirði vorið 1910, en eg
1) Eg skoðaði 25 BÍldir voiddar í Fáskrúðsfirði 18. júlí; 23
voru 15—17 cm. langar, tvævetrar (II-fl.), 2, 11 cm. langar voru
veturgamlar (I-fl.). Aldurinn má sjá á hreistrinu með dálítilli
stækkun.