Andvari - 01.01.1911, Qupperneq 102
96
Fiskirannsóknir.
ment (hér og annarstaðar) 5V2—9° C.1)- Sést af því
að ekki er að búast við miklum árangri af hrygn-
ingu þorsks hér við Austurland í apríl—maí þar sem
hitinn er svo lágur, ekki nerna 1—3° C. Þó að tisk-
urinn hrygni, þá er lítil von til, að seiðin geti klakist
út, nema þau gætu bráðlega komist í heitara sjó, en
til þess þyrftu þau að berast suður undir Lónsvík.
Annars líða þau undir lok. Hugsanlegt væri þó,
að stundum gæti heitari sjór borist með langvinnum
suðlægum stormum norður með landi og klakið eggj-
unum út. En það yrði þó að eins undantekning.
Það sem eg hefi sagt hér um hrygninguna við
Austfirði, á einnig yfirleitt við um hrygningu þá, er
komið getur fyrir við Norðurland, eins og skýrt var
frá hér að framan. Sjávarliitinn þar á útmánuðum
og á vorin er líka að jafnaði of lágur fyrir útklakn-
ingu eggjanna. Árið 1904 mældi »Thor« 1,7° i yfir-
borði og við botn á 60 fðm. 1 sjómílu S. af Gríms-
ey 23. april, en 5,8° í yi'irb. og 1,8° við botn á 57
lðm. á Skjálfanda 1. júní. Þó gæti verið einstaka
ár, að hitinn væri svo mikill í Eyjafirði og lengra
vestur, einkum þegar kemur fram í maí, að lirygn-
ing jrrði að liði. Vorið 1909 var yfirborðshilinn úti
fyrir Eyjaíirði síðari hluta apríl 2,3°, fyrri hl. maí
2,5°, síðari hl. maí 4,3 og síðari hl. júní 8,4°2 *), 1907
og 1908 var hann mikið lægri. Það er því Hklegt að
hin óvenjumikla hrygning vorið 1909 í Eyjafirði hafi
staðið í sambandi við heitari sjó en vanalega og að
eggin hafi ef til vill klakist út i júní8). Því miður
1) Schmidt: The distribution of tlie pelagic fry and the
spawning regions of the Gadoids, Köbenhavn 1909, bls. 20—21.
2) Nautisk meterologisk Aarbog 1909. 3) Þetta ár var þorskur
allan veturinn úti fyrir Siglufirði og hrognkelsi byrjuðu að aflast