Andvari - 01.01.1911, Síða 103
Fiskirannsóknir.
97
var ekki mögulegl að leita þar að seiðum í júlí. Eg
var þá bundinn við rannsóknir í Breiðafirði og vissi
lieldur ekki af þessu fyr en eflir á.
Hrygning sú, sem hér hefir verið skýrt frá við Aust-
firði og Norðurland hefir verið óvanalega mikil, þegar
um þessi svæði er að ræða; hún er undantekning
frá reglunni, en efasamt livort hún muni hafa stuðlað
nokkuð verulega að tjölgun þorsksins liér við land
og því síður eru líkur til þess, að sú hrygning geri
það, sem minna kveður að. Hún raskar ekki þeirri
setningu, að þorskurinn hrygni aðallega við Suður-
og Veslurströnd landsins (einkum SV. ströndina),
því að þar hrygnir hann alt af, hvernig sem viðrar.
Eg býst við því, að einhverjum þyki eg gera of
lítið úr hlaupinu við Austfirði og hrygningunni þar
síðastliðið vor, en ]jó hefir hún að öllum líkindum
verið æði smáfeldur viðhurður á móti hinum stór-
kostlega náttúruviðhurði, hrygningunni við Suðvest-
urströndina, einkum milli Vestmanneyja og Reykja-
ness í marz—apríl ár hvert, þegar sjórinn er krökur
af þorski á stórum svæðum og margir tugir eða
jafnvel nokkur hundruð skipa þyrpast saman, t. d.
á Selvogsbanka, og »róta« þar upp fiskinum dag eftir
dag, viku eftir viku. Enda hafa lika Sunnlendingar
aðallega bygt fiskiveiðar sínar frá fornu fari á aíl-
anum á vetrarvertíðinni (fehrúar—maí), o: á hrygn-
ingu þorsksins, en það liafa Norðlendingar og Aust-
firðingar ekki getað.
Hlaupið 1910 náði óvanalega langl norður, stóð
lengi yfir og hefir því að líkindum verið óvanalega
í .ianúar á Skjálfanda og í febrúar í utanverðum Eyjafirði, hvort
tveggja óvanalegt og bendir á óvanalega heitan sjó.
Andvari XXXVI.
7