Andvari - 01.01.1911, Side 104
98
I'iskirannsóknir.
mikið; það kom og miklu fyr en að vant er og ein-
mitt af því hefir hrygningin orðið óvenju mikil.
Hlaupin 1908 og 1909 komu einnig mjög snemma
en voru miklu minni. Þess konar hlaup, með ógotn-
um fiski, koma að líkindum alloft við Suðurfirðina
(eg hefi getið þeirra í skýrslu minni frá Austfjörðum
1898), en önnur eins lilaup, og 1910, eru víst fágæt.
Annars er ekki ólíklegt að svona hlaup hali komið
oftar, en menn hafa orðið varir við, sökum þess, að
sjór hefir verið svo lítið stundaður á útmánuðum á
Austfjörðum, nema þegar farið var í legur. En nú
er vonandi, að menn fari að gefa þessum vorhlaup-
um betri gaum, úr því að menn hafa betri tæki
(vélarbáta) til þess að sækja út á haf, meðan veðrátt-
an er verri og á Túliníus sýslumaður og hans menn
þakkir skilið fyrir að hafa »riðið þar á vaðið«. Mann-
fæðin á Austfjörðum er einn annmarki á því að
stunda sjó þar að mun á þeim tíma árs, enda munu
hlaupin vera of stopul til þess að byggja á þeim
reglubundna útgerð (sbr. það sem áður var sagt).
Eg gal þess áður að með hlaupinu 1910 hefði
verið 1 o ð n a , og oftar verður vart við hana með
vorhlaupunum, eða án hlaupa. Loðnan er fiskur
sem gýtur um sama leyti og þorskurinn, en hún er
íshafsfiskur, er gýtur alt í kringum landið, jafnt í
Héraðsflóa og Faxaflóa. Eg býst við því að þessi
þorskhlaup á útmánuðum sé fiskur, sem er að elta
loðnugöngur, er hlaupa norður með fjörðunum og að
hann fari þannig gönuskeið á eftir loðnunni, sem er
hans uppáhaldsfæða og komist þannig langar leiðir út
fyrir hrygningarsvæði sín, en sé kominn svo nærri
lirygningu, að hann verði að gefa hrogn og svil frá
sér, þar sem hann er kominn.