Andvari - 01.01.1911, Page 107
Fiskirannsóknir.
101
stendur, nema ef það skyldi standa í sambandi við
það, að sjávarhitinn (í yfirborði að minsta kosti)
var óvenjuhár þetta sumar við Austurland. Þá var
þar einnig allmikil smokkfisksganga í mörgum fjörð-
um, en það er alveg óvanalegt. í sumar er leið varð
vart við 2 í Grindavík, snemma í ágúst, 1 á Akur-
eyri í september og 1 í Ólafsfirði um sama leyti,
samkv. upplýsingum frá Stefáni Stefánssyni, skóla-
sljóra. Fiskur þessi er vel ætur, en lítið notaður.
Hann gengur upp í ár eða bálfsalt vatn lil þess að
hrygna.
3. Hafáll (Conger vulgarisj. Eggerl Ólafsson
gelur þess til i Ferðabók sinni, bls. 595, að áll sá,
er liann hafði heyrt að stundum yrði vart við í sjó
við strendurnar, þar sem ferskt vatn rynni til sjávar,
væri þessi tegund. En það hefir ellaust verið hinn
algengi vatnaáll (Anguilla vulgarisj. En sumarið
1909 fengust 2 liafálar (Conger) á 25 og 35 fðm.
dýpi við Vestmanneyjar, og var það í fyrsta skifti
að þeir hafa sést hér. Þessir fiskar voru ekki stórir
(90 og 99 cm.), því þeir geta orðið yfir 2,5 metrar á
lengd og vegið 30—40 kg. Hafállinn er fáséður við
Norðurlönd, en er annars mjög víða suður um höf,
gengur hann mjög lítið upp i ósalt vatn, en lifir ann-
ars nærri löndum á fremur litlu dýpi (alt að 50 fðm.).
Hann er vel ætur, en kvað ekki vera eins góður og
állinn.
4. K o 1 m ú 1 i (Merluccius vulgarisj. Fjórir
fiskar af þessu tægi fundust í afla, er gerður var
upptækur hjá þýzkum botnvöi-pung í nóv. 1910 og
hafa þeir að líkindum veiðst í djúpinu N. og V. af
Eldey (Eldeyjardjúpi) á 80—90 fðm. Þetta eru fyrstu
fiskarnir, er komið liafa hér á land, það eg til veit,