Andvari - 01.01.1911, Síða 108
102
Fiskirannsóknir.
en tveir íslenzkir skipstjórar hafa sagt mér, að þeir
hafi fyrir nokkru fengið sinn fiskinn hvor, annan við
Vestmanneyjar (Jóakim Guðbjarlsson, þekkir fiskinn
úr Norðursjó) og liinn í Eldeyjardjúpi (Hjalli Jónsson).
Fiskur þessi telst til þorskaættarinnar, gelur
orðið 130—140 cm. langur og er algengur við strend-
ur Evrópu, einkum sunnan til, alt suður til Madeira.
Hann er einkum uppsjávar fiskur, líkt og ufsinn og
er eigi ólíklegt, að liann slangri hingað á sumrin,
líkt og makríllinn, en eigi hér ekki föst heimkynni.
Á það bendir einnig það, að Dr. Schmidt liefir ekki
fundið seiði hans hér við land. Fiskurinn nefnist
Iv o ] m u I e á dönsku og H a k e á ensku, og mætti
hann nefnast k o 1 m ú 1 i á íslenzku. Hann er all-
góður átu og töluvert veiddur.
Síldarveiðaskipið »Ágúst« úr Reykjavik var á veið-
um eins og vanalega í Faxafióa og kringum Jökul i
sumar. Síðari hluta ágústmánaðar veiddust 170 tn.
af stórri sild (hafsíld), 30—34. cm. langri, í Jökul-
djúpi. Síid þessi var mjög feit, all að því eins feit
og hin feita sumar-hafsíld við Norðurland; eg mældi
íitu í 2 óvöldum síldum, sem nokkur fila hafði þó
runnið af, af því að þær voru ekki vel nýjar. Fitan
var 22°/0, en í norðlenzku síldinni verður hún 25°/o
eða nokkuð meira. Annars var síld þessi lík hinni
í því, að hún hafði litla átu í maga og lítt þroskuð
hrogn og svil og tnilda fitu á inníflum. Hún var
einnig ágæt til matar.
Skipið hætti veiðum 30. ág., fékk þá 100 tn. í
síðustu ferð og hefði getað aflað miklu rneira, ef það
hefði haldið áfram. Þetta sýnir, eins og eghefiáður