Andvari - 01.01.1911, Síða 111
Samband íslands og Danmerkur
105
um, áður en Friðrik I. gerðist konungur. Aðalsmenn
vildu taka Kristján, elzta son Friðriks I., til konungs.
Hafði Kristján þessi tekið Lúterstrú, og var því auð-
vitað, að klerkdómurinn danski vildi ekki lúta hon-
um. Af þessu reis upp borgarastj'rjöld fgreifastrídiðj
í Danmörku, og lauk henni ekki fyrri en árið 1536.
Fóru svo leikar, að Kristján Friðriksson varð hlut-
skarpastur, og tók konungdóm í Danmörku. Á rík-
isdegi í Kaupmannahöfn 30. okt. 1536 hét Kristján,
sem nefndur var hinn III., ríkisráði Dana og aðals-
mönnum því, að hann skyldi taka Noreg hershönd-
um, ríkisráð Norðmanna skyldi afnumið, og Noregur
upp frá því haldast undir »Danmerkur krónu, eins
og hin löndin, Jótland, Fjón, Sjáland eða Skán, og
hvorki vera né heita konungsríki hér eftir, heldur vera
tiður af Danmerkur riki og undir Danmerkur krónu
œvinlegan. Ríkisráð Norðmanna var lagt niður, og
kom ríkisráð Dana í þess stað. Samt sem áður er
Noregur þó jafnan nefndur konungsriki við hlið Dan-
merkur alla tíð, meðan hann var í sambandi við
Danmörku. Því sambandi sleit með friðnum í Kiel,
14. jan. 1814, er Danir iétu Noreg af höndum til
Svía, svo sem alkunnugt er.
Um leið og rikisráð Norðmanna var fallið úr
sögunni, þá losnaði mjög um samband Noregs og ís-
lands. Áður liöfðu íslendingar stefnt málum sínum
fyrir konung og ríkisráð Norðmanna, en nú gengu þau
til konungs og ríkisráðs Dana. Ríkisráð Norðmanna
hafði stýrt Noregi jafnan, þegar konungslaust var þar,
eða konungur var fjarverandi eða af öðrum sökum
ofær til rikisstjórnar, svo og kjörið Noregi konunga.
Kn nú liafði rikisráð Dana eða kjörnir menn af því
og meðal þess slík völd með höndum. Alt um það