Andvari - 01.01.1911, Side 112
106
Samband íslands og Danmerkur
varð Noregur aldrei svo fullkomlega innlimaður i
Danmörku, sem til hafði verið ætlast 15361).
Um ísland er ]>að að segja, að ekkert var þá
berum orðum sagt í ríkisskuldbindingu Kristjáns kon-
ungs III., þeirri er hann undirritaði 30. okt. 1536,
hvernig um Island skyldi fara. En Kristján III. liét
aðli og ríkisráði Dana, að hann skyldi innlima í
Danmörku alla þá liluta Noregs ríkis, vígi, sjTslur
eða lönd, er undir það hnigi, á saina hátt, sem Nor-
eg sjálfan. Pótt Island hafi átt að teljast hér undir
í heilorði konungs, þá var það að eins einliliða lof-
orð hans, sem eitt út af fyrir sig gat ekki haft álirif
á rétt landsins. En sá varð munurinn milli stjórn-
arslöðu íslands og Noregs, þegar til framkvæmdanna
kom, að stjórnarfar á íslandi hélzt fram eftir að
mestu í sömu skorðum, sem áður hafði verið, að
því fráskildu, að ríkisráð Dana tók nú einatt að hlul-
ast til um íslenzk stjórnmál í slað ríkisráðs Norð-
manna.
2. Eftir að Kristján III. hafði komið ár sinni
fyrir borð í Danmörku og Noregi, sneri hann hrált
liuga sínum til íslands. Biskuparnir báðir íslenzku,
Ögmundur Pálsson og Jón Arason, voru mikilmenni
og hinir mestu skörungar, og fastheldnir mjög við
katólska trú. En konungur hafði einsett sér að lög-
leiða Lúterstrú á íslandi, annaðhvort með góðu eða
illu. En það var ekki hlaupið að þvi, meðan bisk-
upar þeir voru uppi báðir, sem áður voru nefndir.
Með svikum og táli fengu Danir, þeir er konungur
hafði liingað sent, tekið Ögmund biskup höndum, og
1) Sbr. Brandt, Den norske Rets Historie I, 37—48. Asc.he-
houg, Statsforfatningen i Norge og Danmark indtil 1814, I, 348
o. s. frv.