Andvari - 01.01.1911, Side 114
108
Samband íslands og Danmerkur
deilis að vér náum friði og islenzkum lögum . . . «r).
Enn fremur kvaðst biskup mundu samþykkja y>beztu
manna ráð og sampyktir, þœr sem gerðar verða á al-
þingi og oss sýnasl ekki á móti Noregs og Islands lögume.
Þar sem biskup talar um Noregs tög, þá á hann eflaust
aðallega við kirkjulögin2), því að grundvöllur katólsku
kirkjunnar var vitanlega hinn sami bæði í Noregi og
íslandi, enda segir biskup, að í kirkjumálum sé sitt
traust og »ti]flukl« til kórsbræðra í Þrándheimi um
öll þau mál, er snerti hina réttu kenningu kirkjunn-
ar. Hinsvegar er það Ijóst, að Jón biskup vill ekki
viðurkenna, að meðferð konungs á Noregi, er þá var
um garð gengin fyrir rúmum 4 árum, skifti máli um
stöðu íslands.
Það er kunnugt, að siðaskiflin komust hér aldrei
á til fulls, ekki einu sinui í Skálholtsbiskupsdæmi,
meðan Jón biskup Arason var á lííi. Konungur sá
því ekki annað ráð vænna en að senda lierskip til
landsins 1551, og voru fyrirliðar þeir Axel Juul og
Kristófer Trondsen. Einnig sendi hann Otla Stígsson,
er skyldi verða fógeti (o: liöfuðsmaður) konungs yfir-
landinu8). Var þeim Axel Juul og Kristofer Trond-
sen boðið að taka Jón biskup, sonu bans og fylgis-
menn fasta, og flytja biskup með sér. Svo skyldi
þeir og láta Norðlendinga vinna konungi, syni kon-
ungs og niðjum, hollustueiða fyrir norðan land4).
En áður en herskip konungs komu til landsins, liöfðu
þeir feðgar, svo sem kunnugt er, verið liandteknir,
sviknir í griðum og teknir af lííi án dóms og laga í
Skálliolli 7. nóvbr. 1550.
1) Safn II, 208- 209. 2) Sbr. Safn II, 204—205. 3) MKet.
I, 278 o. s. írv. 4) MKet. I, 279—282.