Andvari - 01.01.1911, Page 116
110
Samband íslands og Danmerkur
og sonu lians, og stóðu hermenn yfir dómendum,
enda ]>orðu nánustu vinir biskups ekkert að færa
honum til afbötunar gegn sökum þeim, sem á hann
voru bornar1).
Landsmenn eru og látnir lýsa yflr því, að ísland
liaíi frá gamalli tíð lieyrt undir Noregs krónu og
geri það enn. Þetta er rétt, að því leyti, sem lands-
menn höfðu skuldbundið sig til þess að lúta réttum
Noregskonungum, enda þarf ekki að felast ineira í
þeim orðuin, meðal annars ekki það, að Iandið lyti
eða hefði lotið Noregsveldi.
Hálfum mánuði siðar, 30. júní og 1. júlí 1551,
voru eiðar því næst teknir af landsmönnum á alþingi.
Fór Otti Stígsson, er áður var nefndur, til alþingis
með 200 liermanna, er vera skyldi til taks, ef lands-
menn sýndi nokkurn mótþróa. Um atburði þá, er
þá gerðust á alþingi, er frásögn sú, að Páll Vigfús-
son, er síðar varð lögmaður og einn helzti höfðingi
landsins, iiaíi ekki viljað vinna eiðinn, »/ym' en Otli
ha/ði . . . «2 3). Hér hlýtur að vanta eitthvað í frá-
sögnina, en annaðhvort virðist hljóta að vera átt við
það, að Otti hafl haft í heitingum við Pál eða þá
lofað að vinna þann eið eða unnið þann eið, er hann
sór landsmönnum þar á þinginu um, að »/ia/c/a hvern
mann við lög og rétt . . . eftir þvi sem Noregskonungar
ha/a oss (o: íslendingum) játað, og samþgkt hefir verið
millum náðugasta herra kongsins og þegnanna hér á
Islandi . . . «8).
Skuldbindingar landsmanna á alþingi 1551 eru
annars samhljóða skuldbindingunum á Oddeyri, er
áður voru nefndar. í alþingisskuldbindingunni eru
1) Sbr. Ríkisréttindi íslands, bls. S7—68. 2) Bps. II, 257.
3) Ríkisréttindi íslands, bls. 87.