Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 118
112
Samband íslands og Danmerkur
og prestum úr Skálholtsbiskupsdæmi og 6 úr Hóla-
biskupsdæmi, 2 lögréttumönnum og 2 bændum úr
liverri sýslu, að koma til alþingis og vinna sér holl-
ustueiða1). Hjdling þessi fór síðan fram á alþingi
með óvenju mikilli viðhöfn. Af ræðu lögmanna á
þinginu má ráða það, að umboðsmaður konungs hafi
heitið íslendingum því, að þeir skyldi framvegis
»/iaWa heilum og óskertum réttindum þeim, sem þeim
bœði he/ði verið veiti af mildi hinna fornu konunga,
og svo landsmenn smátt og smátt fengið af eftirkom-
endum þeirra með réttarbótum og bré/unr).
Enn fremur sendi alþingi þá bréf til konungs
um það, að liann skipaði liér íslenzka sýslumenn
»eftir gömlum Islendinga sáttmála, þegar sköttum var
játað af tandinua* 3).
Konungshyllingarnar höfðu þá þýðingu, að sam-
kvæmt þeim voru landsmenn formlega bundnir eið-
um um, að þeir skyldu viðurkenna forræði konunga
yflr landinu og vera þeim hollir og trúir.
Á þessu tímabili verður ekki séð, að fyrirstaða
væri af hendi iandsmenna á því að viðurkenna
konungana, nema ef vera skyldi á alþingi 1551. En
þótt einliver slík fyrirstaða hefði átt sér slað, þá
hlaut hún að verða að engu, eftir þvi, sem i garðinn
var búið af liálfu konungsvaldsins. Konungshyll-
ingarnar á Islandi sanna út af fyrir sig ekki til fulls,
að ísland liaíi verið skoðað sem sjálístætt ríki. Það
var gamall siður, að konungur léli hylla sig í hverj-
um einstökum lands- eða ríkishluta, er einhverja
sérstöðu hafði, t. d. Danakonungar sérstaklega á Jót-
landi, Fjóni, Sjálandi og Skáni. Þessi lönd höfðu
1) MKct. III, 8—11. 2) Ríkisréttindi íslands, bls. 96.
3) Sama rit, bls. 104.