Andvari - 01.01.1911, Page 119
síðan siðaskiftin.
113
að vísu verið sérstök konungsríki í öndverðu, en
voru nú orðin fyrir löngu hlutar úr konungsríkinu
Danmörk, enda þótt þau hefði enn sérstöðu uni
löggjöf að nokkru leyti1). Hins vegar hefði það verið
ótvírætt merki þess, að ísland liefði ekki verið talið
liafa sérstöðu að nokkru leyti, ef konungar hefði ekki
látið hylla sig sérstaklega liér. Konungshyllingarnar
sjTna það að eins ineð áreiðanlegri vissu, að Island
hafði sérstöðu gagnvart Noregi og Danmörk og sér-
staka löggjöf að einhverju eða öllu leyti. Hvernig
landsmenn hafi litið á þýðingu þeirra, verður nú ekki
sagt. Á 15. öld sýnist svo, sem þeir liafi talið sig
bundna við þann konung, er þeir höfðu einu sinni
hylt, ef hann var rélt til ríkis kominn í Noregi2)
Eftir siðaskiítin var aldrei neinn áskilnaður um það,
livort konungarnir ælli rétt á að ráða fyrir Danmörku
og Noregi, svo að úr spurningum um það atriði
þurfti aldrei að leysa. Slíkt átti sér þar á móti oft
stað fyrir siðaskíftin, bæði meðan Kalmarsambandið
stóð og eins meðan Kristján III. var að vinna undir
sig ríki í Danmörku. Eftir það réði aðallinn danski
bæði því, hver konungur var yfir Danmörku og Nor-
egi, og svo því, livaða skilmálar honum voru settir,
þegar hann tók konungstign. Einkum hugsaði að-
allinn um það, að slcara sem bezt eldi að sinni köku,
og setja sem ríkastar skorður við því í ríkisskuld-
1) Sbr. Ascbehoug, Danmarks og Norges Forfatning indtil
1814 I, 353. 2) Sbr. III V., Nr. 172, sbr. 173. (Alþingisdómur
12 manna, 2. júlí 1459, þar sem Teitur ríki Gunnlaugsson er
dæmdur skyldur ,,al halda kong Krisliern fgrir siiui reitan
Noregs kong ok alla hlijðni at veita ok honum liollr ok
trúr vera“. Ennfremur er það vottað, að Teitur hafi „alldrei
sagt gess nei, at halda pann sinn retlan kong, sem vœri rett
kominn til rikisíNoregi, með hverju nafni sem hann vœriv).
Anclvari XXXVI. 8