Andvari - 01.01.1911, Side 120
114
Samband íslands og Danmerkur
bindingum konunganna, að einkaréttindum aðals-
manna yrði að nokkru haggað í þeirra konungdómi.
íslendingar þar á móti voru ekki að hugsa um það,
hvernig staða landsins væri frá fræðimannlegu sjón-
armiði. Þeir stóðu að eins fast á því, eftir mætti, að
réttindi þeirra væri ekki skert, þau er þcir liöfðu á-
skilið sér í sáttmálum sínum við konunga sína. Höfðu
þeir og á þessu timabili ekki undirgengist neinar
skuldbindingar um það alment, að lúla öðrum stjórn-
arvöldum en konungi eða embættismönnum þeim,
sem hann setti yfir þá, samkvæmt þeim lögum, er
áður höfðu gilt og enn þá voru í gildi.
II. A það hefir verið bent1) að eigi hafi lög
staðið til þess, að ísland væri norsk lýðlenda eða
lotið Noregsriki, heldur að eins konungi Norðmanna
eða þeim, er löglega voru til ríkissljórnar komnir í
hans stað. Nú er að gæta að því, eftir því sem föng
eru til, hvort réttarstaða landsins kunni að hafa
breyzt að þessu leyti frá siðaskiftunum og til einveld-
isins.
1. Heiti landsins. í bréfum konungs til íslend-
inga er landið langoftast nefnt »Tort (o: konungs-
ins) Land Island«. Er það oft selt við hlið Dan-
merkur- og Noregsríkja, og er því í raun réttri til hvor-
ugs lalið2). Stundum er það nefnt y>Vort og Noregs
(eða: Kronens) Land Island«B) o. s. frv. Er lieitið
»Vort Land Island« svo alkunnugt, að eigi virðist
þurfa að færa sannanir fyrir því sérstaklega. Svo að
1) ísland gagnvart öðrum ríkjum fram til siðaskifta, bls.
123—126 (í Andvara 35. árg.). 2) Sbr. t. d. bréf Priðriks II.,
5. marz 1559 (MKet. 11,1), kgsbr. 29. apr. 1585 (MKet. II, 107),
tilsk. 29. nóv. 1622 (MKet, II, 325). 3) Sbr. t. d. lénsbréf Hen-
riks lijelkes höfuðmunns, 30. des. 1648. (MKet. III, 4).