Andvari - 01.01.1911, Síða 125
siðan siðaskiftin.
119
í'est beruin orðum í tilsk. 1563, en landsmönnum
virðist hafa verið mikill óþokki á dómstóli þessum,
því að trauðla komst hann á fyrr en nýtt lagaboð var
gefið út þrjátíu árum síðar, 6. des. 1593, og kom
það hréf fyrir tilstuðlan Guðbrands biskups, sem ekki
vilaði fyrir sér að fara á bak við alþingi og snúa
sér beint lil konungs eða ríkisráðsins, enda þótt
hann tæki fyrir það óþökk beztu manna landsins,
einkum Jóns lögmanns frá Svalbarði. Að visu virð-
ist höfuðsmaður stundum hafa dæmt mál með 24
tilnefndum mönnuin, t. d. 1591 í málum þeirra Jóns
og Vigfúsar Jónssona* 1), en þó er talið, að dómur
þessi kæmist fyrst á eftir 1593.
Stundum bar það við, að konungur skipaði bing-
að dómnefndir (commissoria), er leggja skyldi ó-
liagganlegan dóm á þau mál, er fyrir þær voru lögð,
t d. 1618, er þeir Friðrik Friis og Jörgen Vind voru
liingað sendir í því skyni.
b. Afskifti ríkisráðsins danska af íslenzkum lög-
gjafarmálum virðast nokkuð svipuð því, er áður hafði
tíðkast, meðan ríkisráð Norðmanna hélzt. Það er
víst, að ráðið var með konungi í því að koma ö!lu
því í kring, er laut að þröngvan siðaskiftanna upp
á íslendinga. Rikisráðið álti lilut í lögtöku kirkju-
skipunar Kristjáns konungs III. í Danmörku2), enda
fylgdi það þar fast fram hinum nýja sið, meðal ann-
ars fyrir þá sök, að ýmsir fjármunir kirkjunnar gengu
aftur til þess og aðalsins danska. Rréf konungs 15408)
um kirkjur og kjör kennimanna á íslandi sýnir, að
hann hefir þingað um þau málefni við ráð sitt og
1) Sbr. Kanoelliets Brevböger 1588—1592, bls. 597. Sbr.
og MKet. II, 184. 2) Sbr. MKet. I, 207, 216, 255. 3) Sama rit
I, 227.